Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, nóvember 15, 2007  

Það er ekkert annað.

ég fór út í 10-11 Austurstræti til þess að fá mér eitthvað að borða í kaffihléinu mínu í gær. Svo sem ekkert merkilegt við það nema það að róni stoppar mig inn í búð og segir "voðalega ertu fínt klæddur, þú hlýtur að vinna í banka", og ég jánkaði því. "Það er svo voðalega erfitt að vera róni í Reykjavík í dag, það er enginn með pening á sér, allir bara með kort". Ok ég sem svo skildi það alveg en svo datt andlitið næst um af mér. "Gætirðu kannski reddað mér 100 þús kalli?" Ég stóð þarna stjarfur, átti ég að gefa honum 100 ÞÚS KALL? Auðvitað neitaði ég því en þá spurði hann hvort ég gæti keypt fyrir hann kók í plasti í staðinn til þess að geta átt bland. Er enginn millivegur á kóki og einum 100 þúsund kalli? Fólk lendir nú í þessum ógæfumönnum á hverjum einasta degi og hef ég verið beðinn um 500-1000 kr oft á mörgum sinnum en þegar þeir biðja um 100.000 kr er þá ekki nú gengið of langt.

Spurning hvort að Dagur borgarstjóri fari að dæmi Villa og taki kæliskápinn út úr 10-11 Austurstræti þar sem ógæfumenn geta keypt blandið sitt í stykkjatali?

posted by Hrafnkell | 11:43