Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


mánudagur, júlí 02, 2007  

Helgin.

Var mjög góð, ákváðum að fara norður í Miðfjörð í sveitina og slappa af í góða veðrinu og hitta mömmu og pabba. Kíktum á hestanna, fórum í veiði, golf, fjórhjól og borðuðum góðan mat og ekki skemmdi fyrir að það var 20 stiga hiti og sól. Bjuggumst við svaka umferð á sunnudeginum og fórum því í fyrra fallinu heim á sunnudeginum og það tókst, engin biðröð og leiðindi.

Doddinn notar sumarfríið sitt í að smíða eitthvað eyðibýli sem ekki er hægt að komast að nema í fallhlíf, spurning um að setjast frekar niður og athuga hvort parketið vilji ekki fara að komast á gólfið heima hjá honum?

Himminn kemur aftur til landsins á þriðjudaginn og fer á labba "Laugarveginn" í 4 daga með vinnunni sinni, spurning hvort það sé ekki betra að vera bara í bænum og taka frekar Laugavegsmaraþonið (eitt öl á öllum börum götunnar)?

Rúnkinn eyðir meiri tíma í útlöndum en hér heima, fer til útlanda aðra hvora helgi og vælir síðan endalaust um að hann eigi engan pening og þurfi vinna yfirvinnu alla daga vikunnar til þess að eiga fyrir VISA. Spurning um að ferðast innanlands og þá þarftu að vinna miklu minna í kjölfarið?

Þegar mikið er um spurningar er oft fátt um svör.......................spurning hvort ég fari ekki að þegja núna.

posted by Hrafnkell | 15:23