Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


laugardagur, desember 07, 2002  

Nú ætla ég að vera með smá nýjung. Fyrst að það er komið svona fínt comment kerfi á síðuna þá ég ætla að vera með smá gátukeppni. Gáturnar verða fimm talsins og vegleg verðlaun eru í boði (einn flatur bjór eða svo.... auglýst síðar).

Hver þáttakandi má bara giska einu sinni á hverja gátu.

Þá er bara að vinda sér í fyrstu gátuna:

Maðurinn sem smíðaði hana þurfti hana ekki.
Maðurinn sem keypti hana notaði hana ekki.
Maðurinn sem notaði hana vildi hana ekki.
Hvaða (dauða) hlut er hér um að ræða?

---

posted by Doddi | 19:52
 

Kynlífsvandamálahorn Ravens
Geirvörturnar mínar eru mjög oft bláar (ekki bláleitar, heldur BLÁAR). Er það eðlilegt? Takk.
kveðja Tryggvi

Kæri Tryggvi
nei þetta er ekki eðlilegt
Kveðja Raven

Ef þið hafið fleiri spurningar e-mailið mig þá bara á hrafnkell22@hotmail.com

posted by Hrafnkell | 19:44
 

Doddi gróf upp gamlan e-mail sem ég sendi þegar ég var með hið fræga kynlífsvandamálahorn Ravens. Ég er jafnvel að hugsa um að gera það af föstum lið. Hvað finnst ykkur? Hér er allavega gömul ráð:

Kynlífsvandamálahorn Ravens
Ég vona að þú getir gefið mér ráð. Ég hef verið með manni í rúmlega 1 ár. Ég er ánægður að mestu leyti en kynlífið er ekki nógu gott. Aðalvandamálið mitt er að snípurinn er svo viðkvæmur að það má varla koma við hann án þess að mér þyki það MJÖG vont. Þetta hefur að vísu alltaf verið svona hjá mér,líka í fyrri samböndum. En núna er þetta farið að trufla mig mikið og ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ég sé eitthvað óeðlilega næmur. Hvað myndir þú ráðleggja mér í þessu? Með fyrirfram þökk og von um svör.
kveðja Reynir

Kæri Reynir
Ekki vissi ég að þú værir með sníp!!!!!!! Burtu með snípinn strax, ég get bara ekki gefið karlmanni ráð við svona löguðu.
Kveðja Raven

posted by Hrafnkell | 19:42


föstudagur, desember 06, 2002  

Maður slasast í morgun við vítavert athæfi

Illa fór fyrir manni á þrítugsaldri þegar hann reyndi að teika bíl nágranna síns í morgun. Það fór ekki betur en svo en að hann dróst á eftir bílnum heila fimmtán kílómetra. Maðurinn, sem heitir Tryggvi Hákonarson, hljóp á eftir bíl nágrannans og greip í stuðarann á honum um leið og lagt var af stað að heiman. Hann festist í stuðaranum og dróst á eftir bílnum í gegnum allt Árbæjarhverfið og út á Miklubraut. Honum tókst ekki að losa sig fyrr en komið var út á Hringbraut vestur í bæ. Ökumaður bílsins, Þórarinn Harðarson, varð ekki var við hann, enda útvarpið hátt stillt og hann talsvert syfjaður ennþá svo snemma morguns. Þórarinn var á leið í skólann, og var það snemma á ferð að tiltölulega fáir voru á ferli sem gátu gert honum eða lögreglu viðvart. Að sögn Tryggva var ætlunin að stríða Þórarni með því að teika bílinn hans, en það fór ekki betur en svo en að hann dróst á eftir bílnum alla leið vestur í bæ.

Mjög hættulegt er að teika bíla að sögn lögreglu, sérstaklega þegar enginn snjór er á götunni. Í morgun var hvorki snjór né frost, og dróst Tryggvi því eftir beru malbikinu. Þar sem að hann var nakinn að auki var hann illa hróflaður og skrapaður eftir atvikið, og meðal annars skröpuðust af honum báðir fæturnir. Það sást til sjúkraflutningarmanna æða með Tryggva inn á bráðamóttöku á málmbakka. Læknir á móttökunni, Áskell Löve, sagði á ellefta tímanum í morgun: "Hann er gríðarlega harður af sér hann Tryggvi. Þökk sé seiglu og liðleika slapp hann ótrúlega vel. Við settum hann í bleyti um leið og við fengum hann og sárin hafa gróið 100% núþegar. Þetta er kraftaverk. Fæturnir hafa vaxið á aftur. Það er ótrúlegt hvað gott bað getur gert fyrir Tryggva, enda er hann alltaf í baði, og það er alveg skiljanlegt. En því miður þá getur verið erfitt að hafa hann hérna, hann er svo mikill fantur. Hann reynir við hjúkkurnar og notar fantabrögð á læknana ef þeir koma nálægt honum. Áðan þegar ég ætlaði að gefa honum sprautu kýldi hann mig í öxlina og marði illa í mér taug. Meira að segja öryggisverðirnir þora ekki nálægt honum."

posted by Doddi | 15:44


fimmtudagur, desember 05, 2002  

Ég auglýsi hér með eftir svefnstað um helgina. Var að fá að frétta það að íbúðin sem að ég var að flytja í á mánudaginn verður óíbúðarhæf um helgina vegna lagfæringa. Það þarf víst að brjóta upp flesta veggina í íbúðinni til þess að laga hitalögnina. Þannig að ef einhver á handa mér lítið teppi og smá pláss á gólfinu má hann endilega láta mig vita......

Já commentin eru komin aftur í gang, síðan sem að geymir þau var niðri í mestallan dag.....

posted by Hilmar | 18:17
 

Commentin niðri

Vegna álags frá Dodda og Reyni duttu commentin niður tímabundið. Unnið er að lagfæringum.....

posted by Hilmar | 15:48
 

Hafið þið gaman af draumaráðningum? Mig dreymdi nefnilega mjög svo furðulegan draum í nótt:

Ég var heima hjá mér í kjallaranum ásamt pabba og við vorum að skoða ketti sem við höfðum eignast fyrir tilviljun fannst mér. Þetta voru ungir kettir, nýorðnir fullorðnir og allir högnar. Þeir voru fimm eða sex talsins og að auki var þar einn kettlingur. Fullorðnu kettirnir voru allir mjög sterklegir, hálfgerðir "tuddar" ef svo má að orði komast, en samt sem áður afskaplega fallegir og alls ekki grimmir þrátt fyrir að þeir væru ekki mjög kelnir. En það sem var sérstakt við þá var feldurinn á þeim. Kettirnir voru ekki svartir, hvítir, brúnir eða bröndóttir eins og flestir kettir, heldur fagurgrænir, himinbláir og hvítir. Í raun var að horfa á feldina á þeim eins og að horfa á ljósmyndir af íslenskri sumarnáttúru: Á einum þeirra var mynd af geysi að gjósa, á öðrum þeirra var mynd af fallegu fagurgrænu grasi sem bar við himinn og enn annar var með glitrandi á og fagurgræna bakkar hennar. Ósköp fallegt, en hálf fáránlegt samt, eins og draumar vilja nú oft verða. Pabbi stakk upp á því að spreyja kettina hvíta, en ég tók það ekki í mál.

Nú er spurningin, ætli þessi draumur hafi táknað eitthvað? Eða er hann bara bull og merki um geðveiki? Hvað finnst ykkur? Ég á ekki draumaráðningarbók, þannig að þeir sem eiga þannig mega endilega fletta þessu upp. Nú kemur sér vel að hafa nýja komment fítusinn sem Hilmar setti inn í gær - endilega komið með komment.

posted by Doddi | 07:40
 

Ég var að spá í að breyta nafninu mínu í Hrafnkell Hinn Helgi Helgason. Þá væri ég sá eini í landinu og jafnvel sá eini í heiminum með HHHH sem skammstöfun fyrir utan það að vera orðinn helgur maður. Væri það ekki geðveikt svalt?

posted by Hrafnkell | 03:03


miðvikudagur, desember 04, 2002  

"We had gay burglars the other night. They broke in and rearranged the furniture."
Robin Williams.

posted by Doddi | 22:09
 

Nördarnir fórnalömb í stórfelldu svikarmáli

Talið er að Rebekka Frímannsdóttir hafi svikið einn af nördunum með því að ljúga því að honum að koss á kinnina jafngildi því að hann sé ekki lengur hreinn sveinn. Svikin munu hafa átt sér stað fljótlega eftir að Rebekka var færð niður fyrir efsta sætið á vinalista nördanna. Ekki er vitað með vissu um hvern nördanna er að ræða, en ljóst er að hann mun þurfa mikinn tíma til að jafna sig á áfallinu sem fylgdi í kjölfarið. "Hann er miður sín", segir Hrafnkell Helgason, hryðjuverkamaður og talsmaður nördanna. "Eyðilagður maður. Hann hélt að hin áralanga bið væri loks á enda, en svo kom í ljós að svo er ekki. Það var komið að honum inni í sturtu grúfandi úti í horni, grenjandi." Nördarnir reyndu að leggja fram kæru til lögreglu í dag, en að þeirra sögn var bara hlegið af þeim. Loftur Belgsson lögreglustjóri vísar því hinsvegar á bug: "Við hlustuðum á kæruna af fyllstu alvöru. En við einfaldlega sáum ekki ástæðu til þess að fylgja henni eftir...." (kæfir hlátur) "Nördarnir þurfa greinilega að gera eitthvað í sínum málum. Við mældum með því að þeir tækju sér frí næsta sumar og ferðuðust til Amsterdam eða Tælands, þeir hefðu hreinlega gott af því. Og ég á ekki við venjulega skoðunarferð."

posted by Doddi | 19:29
 

Ég leit við á síðunni hennar Þorbjargar og sá þetta sniðuga comment kerfi hjá henni. Auðvitað stal ég hugmyndinni og geta nú allir látið álit sitt í ljós á því rugli sem að hér kemur fram með því að smella á textann "comment" sem kemur á eftir tímasetningunni á hverju innleggi.

Varðandi þetta afsveinunardæmi þá er hérna einhver misskilningur á ferð. Það var ekki ég sem að var afsveinaður heldur var þar annar nörd á ferð, nefni svo sem engin nöfn en það mætti segja að hann sé fréttamaður nördanna. Spurning hvort að hann semji nú ekki góða frétt um það sem að gerðist?

posted by Hilmar | 18:08
 

Ef ég hefði almennilegan skilning á því Tryggvi þá væri ég búinn að laga það. En ég vil nú koma einu á framfæri - er það ekki administratorinn sem fær allt frá "þeim sem bjóða best og fá að vera efst"? Það er jú hann sem stjórnar því hver fær að vera efst(ur). Hvað með alla hinu ennþá-hreinu sveinana? Eða ætti ég að segja ennþá-og-munu-eflaust-alltaf-vera-hreinu sveinana?

posted by Doddi | 17:47
 

HAHA já þessi ræða hans Bush í gærkvöldi var algjör snilld. Ég var að koma heim eftir að hafa verið fyrir utan Hvíta húsið að syngja aftur "Bush bush! Bush bush" til að pirra hann aðeins meira. Ég meira að segja bætti um betur og söng íslensku útgáfuna af þessu lagi þ.e "Bjössi Boli". Ég náði að klára þá útgáfu en þá komu öryggisverðir og hundar út þannig að ég þurfti að hlaupa í burtu. Á CNN kom Bush með fréttatilkynningu þar sem hann sagði "I declare a war on Ravenism, fuck bin Laden, Raven is now enemy number one". Eftir þessa tilkynningu er ég að spá í að fara í felur næstu daga og hlaða batteríin fyrir næsta "Bush bush" söng.

Annars er gott að heyra að einn úr hópnum (Hilmar, ef marka má gestabókina) hafi nú þegar losnað við sveindóminn. Og ekki kostaði það mikið, bara að fá að vera efstur á vinalistanum okkar. Kannski ættum við að hafa uppboð á vinalistanum, með sloganið "sá sem býður best verður efst" eða "top or bottom?" Hvernig líst ykkur á það?

P.s Guðfinna er orðin fræg í USA, var áðan í fréttunum í 2 sek. Og ekki að spyrja af því, helvítis paparazzarnir komu hálftíma seinna og eru að gera okkur brjáluð....ég efast um að við getum sofnað í kvöld vegna ágangs fjölmiðla.

posted by Hrafnkell | 00:40


þriðjudagur, desember 03, 2002  

Eins og sjá má á titlinum á síðunni þá gerðist sá merki atburður að einn af nördunum var afsveinaður. Hver það er verður ekki gefið upp en það er gaman að spá í því að þetta gerist um leið og Rebekka endurheimtir toppsætið á "Vinum nördanna". Spurning hvað þessir strákar sem að eru á listanum hafi gert til þess að komast þangað...

posted by Hilmar | 18:57
 

Eftir fjöldamótmæli á gestabókinni okkar og á Austurvelli þar sem að tíu manns biðu bana færði ég Helga aftur niður fyrir Rebekku og trónir hún enn á ný á toppi "Vinir Nördanna". Þeir sem að vilja komast upp fyrir hana eða inn á listann þurfa aðeins að koma sér í mjúkinn hjá einhverjum af nördunum svo að maður tali nú ekki um að hjálpa honum að missa sveinsnafnið. Enn frekar er gaman að spá í því hvað þessir strákar sem að eru á listanum hafi gert til þess að komast á hann....

posted by Hilmar | 18:53
 

Ojbjakk, þetta er búinn að vera syfjaður morgun..... "GEISP". Ég er B-manneskja dauðans - hvað er maður að vaka svona fram á nótt?? "Stuna"

posted by Doddi | 10:33
 

Mörgæs og Rebs, ég þakka fallegu orðin.......það er gott að vita að einhverjir skemmta sér við þetta rugl........

En fréttirnar halda áfram! Ég var að heyra þessa fyrir örstuttu síðan:

Gífurleg reiði er á meðal stjórnarinnar í Bandaríkjunum eftir að Íslendingur sem er búsettur þar gerði grín af Bush Bandaríkjaforseta. Maðurinn, sem heitir Hrafnkell Helgi Helgason, gerði m.a. grín af ræðu forsetans sem hann flutti fyrir stuttu í sjónvarpi og var með niðrandi umtal um forsetann á heimasíðu sem hann skrifar á ásamt nokkrum öðrum Íslendingum.

FBI gaf út handtökuskipun á hann í gær og var fljótlega gripið til aðgerða. Sérsveitarmenn réðust til atlögu í gær og freistuðu þess að handtaka Hrafnkel á fótboltaæfingu, en Hrafnkell sagði þeim þá að halda kjafti og gerði meira grín af forsetanum: "Bush bush! Bush bush!", og söng lagið úr teiknimyndinni um bolann Bush. Sérsveitarmennirnir gáfust fljótlega upp og flúðu af vettvangi.

Bush forseti sagði í ræðu sinni eftir handtökutilraunina, eldrauður í framan: "There´s a saying in Texennessee: Fool me once............. shame on you. Raven fooled me once............. shame shame shame on him. He will not fool again. His actions are clear acts of terrorism. Shame on him............ he fooled me once. He fooled me once, twice. Shame on me. Shame on everyone. Terrorism. Shame on Raven? Shame on fooling me once. Terrorism? Fooling me once, you fool on shame........." - útsending rofin.

Bandaríska utanríkisráðuneytið hafði samband við Halldór Ásgrímsson í gær og krafðist þess að umsjónarmaður síðunnar, Hilmar Steinþórsson, yrði handtekinn. Lögreglumenn létu til skarar skríða í morgun og handtóku Halldór í staðinn, og verður hann hafður í einangrun "þar til stjórnin ákveður að hætta þessum fíflaskap" að sögn lögreglu. "Nördarnir eru vinir okkar."

posted by Doddi | 02:42


mánudagur, desember 02, 2002  

Leoncie er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn. Sjáið hvað er mikil hugsun á bak við textana hennar. Algjör snillingur.
"My Icelandic Man",
My Icelandic man, A real gentleman.
You light up my fire.
What makes you tick, is it your big Icelandic stick?
I'm filled with desire.
Hey Icelandic eyes, with your great magnetic smile.
Take off your clothes.
Come close to me baby, for I am your Lady,
and you don't need those.
Do it, do it, do it, do it all night long.
Grab me, take me, fill me Darling, please do not sweat.
I don't need no Lubrication, I am wet.
Oh yeah, I feel it coming now.
I feel you in me oh.
I feel it coming, it's exploding.
My Icelandic lover, from a land filled up with Lava.
You're volcanic, like the country.
Your muscles make me shiver, I'm burning with desire.

posted by Hrafnkell | 20:14
 

Ég skal redda gæðapappakössum frá Ameríku gegn því að ég fái dúkkuna í staðinn

posted by Hrafnkell | 19:58
 

Ég auglýsi hér með eftir pappakössum þar sem að það virðist vera skortur á þeim í verslunum hérna á stór-Reykjavíkur svæðinu. Þurfa ekki að vera margir, svona tíu stykki væru alveg nóg. Eins vantar mig þvottavél og ísskáp ef að einhver vill losna við svoleiðis.

Að auki er ég með til sölu svo til ónotaða uppblásna dúkku, svört á lit með nælon hár. Hún fæst gegn vægu verði en áhugasamir geta haft samband í gegnum gestabókina hérna á síðunni.

Steggurinn

posted by Hilmar | 15:16


sunnudagur, desember 01, 2002  

Lambahjörtun voru snilld. Bragðið svipar til lambalunda með dáleilum keim af lambalifur og snert af nýrum. Næst ætla ég að elda mér heilasúpu, sem tíðkaðist hér á landi á árum áður. Það gæti komið sér vel á próftímanum, manni veitti ekki af nokkrum auka heilasellum. Þekkið þið einhverjar góðar uppskriftir af heilasúpum? Endilega komið með uppástungur í gestabókina.

Já Hilmar ég þakka fyrir upplýsingarnar...... reyndar hef ég ekki heyrt um að hægt sé að nota ALT CTRL ESC til að fá task manager. Ég notast við ALT CTRL DEL til að fá hann upp, en það er annað mál. ALT CTRL DEL hefði verið uppgjöf hjá mér því að þá hefðu allir Internet Explorer gluggarnir mínir slátrast því að tölvan var hálffrosin (ég hef reynt það áður). Því segi ég bara enn og aftur mimmi gagga lúalemmusabb, skiptir engu máli því að ég vann þessa baráttu hvort eð er....

posted by Doddi | 18:33
 

Var að koma heim af Bondaranum en ég Reynir og Beggi skelltum okkur á hana í Regnboganum. Mér fannst hún mjög góð á Bondmælikvarða og skartar hún fallegustu bondgellunni hingað til að mínu mati (Halle Berry) úllalla. Upprunalega planið var að fara á myndina í Smáranum en þar var uppselt þannig að Regnboginn varð fyrir valinu. Það reyndist vera allt í lagi þar sem að það er búið að taka salinn þar í gegn, skipta um sæti og svo framvegis þannig að maður fékk loksins pláss fyrir þessar löngu lappir og gat labbað óstuddur út eftir myndina.

Hvernig smökkuðust lambahjörtun Doddi? Spurning hvort að Doddi ætti ekki að taka að sér að koma með skemmtilegar og nýstárlegar uppskriftir hérna á síðuna.

Hér eftir koma leiðbeiningar fyrir Dodda:
Ef að þú lendir í svona popup veseni aftur er til önnur leið heldur en að starta upp einhverju forriti sem að oft eykur bara á vandræðin. Þegar herleigheitin byrja skaltu ýta á CTRL, SHIFT og ESC saman til þess að fá upp TASK MANAGER. Þegar hann er kominn upp velurðu PROCESSES og finnur processinn sem að er að valda vandræðunum og drepur hann með því að velja END PROCESS. Eftir að það er búið þá velurðu bara seinasta gluggann sem að opnaðist og ýtir á ALT og F4 (lokar glugga) þangað til allir gluggarnir eru lokaðir. Einfalt og það virkar.

posted by Hilmar | 03:32