sunnudagur, desember 15, 2002
Þótt ljós hún oft kveiki
sem stundum þó skeiki
þá er ljósið ekki raunveruleiki
Ef þú frá henni þiggur
þú verður ei styggur,
og kemst að því hvernig landið liggur
Og ef þú ert henni tryggur
þú sjaldan verður hryggur,
hugsaðu vinur segðu mér hvar hún liggur.
posted by Doddi |
14:05
Ég er eiginlega hissa að Hilmar skildi ekki hafa verið brjálaður yfir þessu verði sem ég gaf upp. Kannski var hann svo fullur á Elvis sýningunni að hann hefur ekki komist upp úr rúminu. Allavega var ég að ýkja þetta verð allsvakalega, þetta tvennt var ekki nálægt því svona dýrt hérna. Eitt er þó rétt, myndavélin kostar 70.000 kr á Íslandi. Tryggvi, ég kaupi eitt stykki fyrir þig líka. Eru kannski fleiri sem vilja svona vél?
posted by Hrafnkell |
03:39
laugardagur, desember 14, 2002
Það getur verið gaman af þversögnum:
VINSAMLEGAST
HUNSAÐU
ÞESSA SETNINGU.
Er hægt að fara eftir henni? Sumt er erfitt að skýra. Höddi, ef þú ert að lesa þetta, þá endilega komdu með komment, þetta er eitthvað fyrir heimspeking.
posted by Doddi |
20:40
Þá er komið að gátu sem mun e.t.v. ráða úrslitum í þessari alveg hreint æsispennandi keppni. Þessa gátu samdi ég sjálfur og er hún í þremur hlutum. Þið fáið fyrsta hlutann núna:
Þótt ljós það oft kveiki
sem stundum þó skeiki
þá er ljósið ekki raunveruleiki
5 stig fyrir þessa, hinir tveir hlutarnir koma fljótlega. Vááá hvað ég er þreyttur. Vakti meira og minna í alla nótt fyrir þetta próf í dag. Ég er svo sybbinn að ég gæti farið að bulla verulega hérna bráðum.... best að hætta áður en það verður um seinann. Hafið það gott í kvöld!
posted by Doddi |
20:25
Þá er ég búinn að kaupa Digital myndavél fyrir Hilmar, Canon Powershot s 200. Einnig keypti ég 128MB minniskort svo hann ætti að geta tekið nokkrar myndir á djamminu. Reyndar er myndavélin svo lítil að hann á eftir að týna henni mjög fljótlega. Allavega fékk ég þetta á samtals $ 595, geri aðrir betur ;) en heima kostar víst bara myndavélin 70.000 kr.
föstudagur, desember 13, 2002
Rétt er það Hilmar, svarið er skugginn. Nú er jafnt á milli ykkar Tryggva, 5 - 5, og Keli með 2 stig. Næsta gáta mun færa vinningshafanum 5 stig, og því eins gott að taka vel eftir. Hún verður póstuð á morgun fyrir ykkur í þynnkunni. Próf á morgun hjá mér - no party for me tonight. En djöfull væri ég til í Presley sýninguna!
"I´m all shook up! oohhhoouhhhooooo"
posted by Doddi |
21:52
Jæja þá er kominn föstudagur einu sinni enn. Ég er á leiðinni á Broadway í kvöld að sjá frægustu Elvis eftirhermu í heimi á stór sýningunni "Elvis the king". Það ætti að verða athyglisvert. Málið er að Helgi og Arnar eru í keppni um bestu auglýsinguna fyrir sýninguna og geta unnið ferð fyrir tvo til Las Vegas, ekki slæmt. Það voru valdar þrjár auglýsingar í keppnina og eftir að hafa séð hinar tvær verð ég að segja að þeir hafa bara mjög góða möguleika á því að vinna. Fyrir áhugasama þá geta þeir séð auglýsingarnar hérna. Auglýsingin þeirra er númer 3.
En annars vil ég bara óska öllum góðrar helgar........
posted by Hilmar |
16:42
Nú er ég bæði zúr og beizkur.
posted by Hrafnkell |
16:26
fimmtudagur, desember 12, 2002
Já ég var næstum búinn að gleyma. Gátukeppnin. Hilmar fær rétt fyrir krónuna - eitt stig, og já Tryggvi, svar þitt við seinni gátunni er rétt - falsaðir peningar - tvö stig. Vel af sér vikið. Hrafnkell, ég held ég gefi þér aftur eitt bjartsýnisstig og ég held að þú ættir bara að skrifa nýja Íslendingasögu, t.d. Ravens saga dúndurrassasonar (Hrafnkells saga Freysgoða hvað!): "Raven hét maður er kallaðr var gígja. Hann var með dúndurrass mikinn og með langa lokka síða að aftan og krullótta." En staðan í gátukeppninni er sem hér segir:
Tryggvi: 5
Hilmar: 4
Hrafnkell: 2
Gáta nr. 8 (eitt stig):
Sá hluti fugls
sem ekki er á himnum
syndir í sjónum
en er þó alltaf þurr
posted by Doddi |
21:44
Það er víst ljótt að hlæja af þeim sem eiga bágt eða eru skrýtnir. En í dag í hreyfingu átti ég mjög erfitt með mig. Hreyfing er með þjónustu fyrir fatlaða einstaklinga og því mæta þangað nokkrir reglulega sem eru með Downs-heilkenni og þess háttar. Hann Svabbi, sem reyndar er heilbrigður erfðafræðilega séð, er þarna líka og oft gaman að hitta á hann. Það er einn óláns mongólíti sem þarna æfir stundum og algjört yndi að fylgjast með honum. Honum finnst svo gaman að sitja á þrekhjólinu að hann ljómar allur, lítur ekki við sjónvarpinu heldur starir á hlaupahjólsstjórnborðið gagntekinn af spenningi og gleði. Eftir æfinguna mína í dag var hann í búningsklefanum að þurrka sér og að tala við sjálfan sig. Það heyrðist reglulega í honum hátt og mikið "aaahhhhhh!!" og "púfffff" og "æjæjæjæjæj" svona eins og það væri svo hressandi að vera búinn í sturtu og svona. Broslegt var að heyra þetta hjá manngreyinu svona í tal- og hláturleysinu sem var í búningsklefanum, en ekkert sem maður átti erfitt með. En síðan fór hann allt í einu að æpa upp og segja við sjálfan sig með glaðlegum tón: "AAaaahhhhh!! 'Uúúffffff! Á ég að hringja?!?" - og algjör þögn í búningsklefanum. Allir að klæða sig - með rembingssvip og að reyna að vera alvarlegir. "Aaahhhhh!!!" og svo allt í einu: "Alltaf á fimmtudögum!!!!" - Þá var þetta var of mikið fyrir mig. Ég hélt ég myndi rifna. Það er svo vont að halda svona í sér hlátri. "Aaaaahhh! Alltaf á fimmtudögum! Föstudögum!" Ég mátti ekki hlæja, hvað sem það kostaði! Dreif mig í fötin eins hratt og ég gat og kom mér út í hvelli. En að hæðast að svona fólki gerir maður að sjálfsögðu ekki.
posted by Doddi |
21:24ÍÞróttafréttir. Kominn er hálfleikur í leikjunum fimm í Meistaradeildinni. Barcelona er 2:1 yfir á móti Newcastle í A-riðlinum með mörkum frá Reyni Jóhannesyni og Þorbjörgu Sæmundsdóttur en Hilmar Steinþórsson skoraði fyrir Newcastle. Í C-riðlinum er markalaust hjá Dortmund og AC Milan og Real Madrid er 1:0 yfir á móti Lokomotiv Moskva. Markið skoraði Guðfinna Birgisdóttir. Í D-riðlinum er svo Juventus að bursta Basel, 3:0, og hefur Þórarinn Harðarson skorað þrennu, öll í vitlaust mark því hann virðist ekki vita í hvort markið hann á að skora. Manchester United hefur 1:0 yfir á móti Deportivo með sjálfsmarki frá Tryggva Hákonarsyni
posted by Hrafnkell |
15:06Snilld Eg trui thessu ekki enntha. Shit madur, eg var ad fara taka sidasta profid mitt i dag. Eg maetti, stressadur ad vanda enda buinn ad laera mikid og sofa litid. Nei nei, tha segir kennarinn "the final exam is optional". Thannig ad their sem voru oanaegdir med einkunnir sem their fengu a fyrri profum attu moguleika ad taka thad til ad haekka sig. Thar sem eg var anaegdur med mina einkunn, let eg mig hverfa. OG THAR MED ER EG BUINN I PROFUM..........JOLAFRI.
posted by Hrafnkell |
14:19
miðvikudagur, desember 11, 2002
Eins stigs gáta dagsins:
Fiskur fyrir haus
Skjöldur fyrir hala
En enginn líkami á milli
Tveggja stiga gáta dagsins:
Sá sem býr þá til sparar þá ekki.
Sá sem þyggur þá þekkir þá ekki.
Sá sem þekkir þá vill þá ekki.
Sá sem safnar þeim, eyðir þeim.
Hvað er átt við?
posted by Doddi |
13:36
þriðjudagur, desember 10, 2002
Rétt svar við fyrstu gátunni er öxi, og fær Hilmar eitt stig í kladdann fyrir það. Tryggvi virtist hafa það á hreinu líka, en var bara seinni til. Svarið við seinni gátunni er hvorki ást né hjónaband (góð tilraun Reynir), hið rétta svar er leyndarmál, og fær því Hilmar tvö stig til viðbótar í sinn hlut. Gátumeistari dagsins er því Hilmar. Að auki hef ég ákveðið að gefa Hrafnkatli eitt bjartsýnisstig fyrir mjög svo skrautleg svör sín.... (lol). Ég vil líka taka fram að öllum er velkomið að taka þátt, ekki bara nördum!
Staðan er því sem hér segir:
Tryggvi: 3
Hilmar: 3
Hrafnkell: 1
Næstu gátur verða póstaðar í fyrramálið. Já og eitt enn, ef einhver leysir gátuna hennar Þorbjargar fær hann/hún tvö stig í sinn hlut!
posted by Doddi |
16:34
Þorbjörg var með gátu fyrir Dodda: Maður ýtti bíl sínum upp að húsvegg og varð gjaldþrota, afhverju? - Spyrð þú. Doddi svara:"Þetta er búið að valda mér talsverðu hugarangri... Það eina sem mér dettur í hug er að þetta sé ræningi, t.d. bankaræningi, sem er á flótta undan löggunni. Bíllinn bilar, maðurinn ýtir honum upp að vegg í von um að löggan sjái hann ekki, kemst hvergi, er handtekinn og verður gjaldþrota. Langsótt kannske? "
Eftir þetta er mér ljóst að Doddi sé best geymdur í Adventureland og hann ætti bara að halda sig við það spyrja í stað þess að svara.
posted by Hrafnkell |
15:55
Já það er gott að hafa svona góðan ráðgjafa til að leita til..... t.d. ef maður skyldi fá graftakýli á kónginn eða byrjar að skíta svalafernum eins og Táta heitin gerði einu sinni (hundurinn hans Tryggva). Áfram vandamálahorn Ravens! En hvað um það, gátukeppnin heldur áfram. Ég ákvað að vakna snemma núna svo að þið morgunhanar gætuð látið ljós ykkar skína. Svarið við síðustu gátu var, jú það var rétt Tryggvi, brunnur. Þessi gáta var úr gamla og góða tölvuleiknum Ultima V og það var hvorki meira né minna en djöfull sem lagði hana fyrir mann. Tryggvi hefur nú svarað þremur gátum rétt af þremur og er því sá eini sem hefur stig. Látið hann ekki komast upp með að rúlla ykkur svona upp (!), því ég hef ákveðið að kaupa 5 raða Lottómiða handa þeim sem svarar flestum gátum rétt! Það gætu því orðið vegleg verðlaun í boði. Þessi miði verður afhentur vinningshafanum eftir próf, sennilega laugardaginn 20.des.
Í dag ætla ég að hafa tvær gátur, eitt stig fyrir þessa hérna (frumsamin!):
Ein tönn sem bítur
tré, timbur, spítur
oft fann hún blóð
á víkingaslóð
Og tvö stig fyrir þessa:
Hvað er of lítið fyrir einn,
passlegt fyrir tvo,
of mikið fyrir þrjá?
posted by Doddi |
06:43Vandamálahorn Ravens Kæri Steggur
Það getur verið erfitt að halda ástríðufullu sambandi í svona langan tíma. Venjulega verður sambönd frekar þreytt eftir langan tíma og fólk byrjar að kíkja yfir ána eftir grænna grasi. Ekki reyna að selja svörtu dúkkuna meira því að hún gæti tilfinningalega brenglast og reynt fyrirfara sér með því að stinga gat á sig og hleypa loftinu út. Keyptu bara hina dúkkuna og geymdu hana í öðrum skáp/ herbergi til að þær sjá ekki hvora aðra. Það gæti ollið mikilli afbrýðisemi. Það er ekkert að því að eiga tvær dúkkur, mundu bara að nota smokk því að plast-HIV veikin er vaxandi í heiminum. Ekki vil ég að annar úr þessum vinahóp fái þessa veiki en eins og þið vitið er einn maður nú þegar smitaður. Ég nefni engin nöfn en þú veist við hvern ég á við Reynir. Mundu bara að rækta sambandið við þær báðar, því ekkert er betra en kvenmaður sem talar ekki, vælir ekki, röflar ekki, eyðir engum peningum og er alltaf til í tuskið. Ég tala nú ekki um að eiga tvær.
Vona að þetta hafi hjálpað.
Kveðja
Raven
posted by Hrafnkell |
05:21
mánudagur, desember 09, 2002
Jæja, þið stóðuð ykkur ágætlega með síðustu gátu, þrjú rétt svör (af þremur) og óska ég Tryggva, Hilmari og Hrafnkatli til hamingju með það. Tryggvi var fyrstur til að svara og fær því stigið, sem þýðir að Tryggvi er kominn með tvö stig. En það eru nóg af stigum eftir í pottinum!
Gáta nr. 3:
Hár er hann, og kringlóttur,
en allir hestar konungs
geta ekki dregið hann upp.
posted by Doddi |
19:08
Kæri Raven
Ég á við vandamál að stríða og vona ég að þú getir hjálpað mér að leysa það. Þannig er mál með vexti að ég hef átt svarta dúkku með nælon hári núna í 6 ár og myndað mjög innihaldsríkt og gefandi samband við hana á þessum tíma. En svo var það að ég var að skoða síðuna www.Realdoll.com og sá þar alveg ótrúlega fallega dúkku sem að mig langar í. Núna þegar ég er með nælonhársdúkkunni hugsa ég bara um hina dúkkuna sem að er með sérstakt trefjablandað hár sem að er mun eðlilegra en nælon.
Hvað á ég að gera? Ég reyndi að selja nælonhársdúkkuna en það gekk ekki upp og ekki get ég átt tvær dúkkur í einu.