föstudagur, desember 20, 2002
Sorry ég er að flýta mér bigtime. Keli gat rétt og fær 8 stig í sinn hlut. Hann er því sigurvegari í keppninni og fær 5 raða milljónalottómiða í sinn hlut. Bið að heilsa í bili!
Hrafnkell: 12
Tryggvi: 6
Hilmar: 5
Reynir: 5
Hjördís: 2
posted by Doddi |
18:13
Hárrét Hrafnkell. Þú færð 2 stig. Myndin af stjörnunum ætti ekki að vera skýr og fullkomin, heldur alsett strikum vegna snúningi jarðar. Tryggvi fær svo eitt stig fyrir fyrri gátuna, SheLLOIL. Til hamingju með að vera búnir að leysa olíumorðin strákar.
Snjalla smyglaranum Roice Goldfinger tókst að smygla tíu milljón dollurum út úr Ítalíu án þess að yfirvöld næðu að sjá hann fara úr landinu með peningana. Hann fór alltaf um sömu landamærin, Brindisi, og tók ferju yfir í Petras í Grikklandi. Hann hafði alltaf meðferðist myndavél, penna, minnisblokk og frímerkjuð umslög. Verðmætin eru á honum í hvert skipti sem hann fer yfir (yfir $ 100.000 í einu), en lögreglan finnur þau aldrei. Hvernig fer Roice Goldfinger að því að smygla peningunum út úr Ítalíu?
5 stig:
Indiana Jones er að leita af verðmætum fjársjóði sem hefur verið týndur í nokkur hundruð ár. Spænskur landkönnuður átti þennan fjársjóð og lét grafa sig með honum. Mörgum árum seinna var gröfin hans rænd og fjársjóðnum komið fyrir annar staðar. Hann hefur ákveðnar upplýsingar um hvar gröfina og fjársjóðinn er að finna og veit um þrjá staði sem geta komið til greina: Í helli í Andesfjöllum, undir gömlu musteri á Jamaica eða í gömlu spænsku virki á Kanaríeyjum. En á einum staðanna bíður ekkert nema dauðinn og hann má alls ekki fara þangað, því það mun líklega kosta líf hans. Fjársjóðurinn, gröfin og dauðinn eru á einhverjum þessa staða en hann veit ekki hvað er hvar. Tveir menn sem þekkjast ekki hafa gefið Indy upplýsingar um hvar þetta er að finna. Annar þeirra hélt því fram að gröfin væri á Jamaica, fjársjóðurinn á Kanaríeyjum og dauðinn í Andesfjöllum. Indy vissi að þessi maður er með gömul fræðirit undir höndum og því ætti hann að vita þetta. Hinn sagði aftur á móti að fjársjóðurinn væri á Jamaica, gröfin í Andesfjöllum og dauðinn á Kanaríeyjum. Sá hafði náð tali af gömlum manni sem vissi hvar fjársjóðinn var að finna og telur Indy því að hann viti það líka. Stuttu seinna kemst hann að því að báðir mennirnir eru á höttunum á eftir sama fjársjóði og er því viss um að þeir hafi báðir verið að ljúga. Það passar líka því hann taldi sig þekkja lygarsvipinn á þeim báðum. Indy hugsar dæmið í smá stund, og veit síðan hvar fjársjóðurinn er. Hvernig?
posted by Doddi |
14:23
fimmtudagur, desember 19, 2002
Samkvæmt nýjustu fréttum var Doddi að í heilan klukkutíma í sínu lokaprófi í dag. Doddi var spurður hvers vegna hann hafi verið svona fljótur úr prófinu og svarið var " drullaðu þér í burtu þarna helv**** fávi**** þinn. Passaðu að ég skull***** þér ekki og treð ******** upp í rass***** á þér". Sem sagt, allir ánægðir að vera búnir í prófum.......nema Tryggvi.
posted by Hrafnkell |
18:11
Jæja nördarnir mínir.....
Eins og þið vitið vonandi allir er innflutningspartý hjá mér á morgun og hefst gleðin svona upp úr átta. Ég og Arnar erum búnir að standa í ströngu við það að koma íbúðinni í sæmilegt ástand þannig að það verði hægt að rústa henni almennilega aftur í partýinu. Í gær keyptum við t.d þennan gæða 100 bjóra ísskáp á 5000 kall sem að ætti að duga til þess að halda guðaveigunum köldum á morgun. En sem sagt þá voru ég og Hrafnkell að tala um að það væri gaman að hittast áður og borða saman, jafnvel á Laugarás sem að er í göngufæri við íbúðina. Commentið á þetta til þess að láta vita hvernig ykkur líst á þetta. (Allir nema Reynir því að honum er ekki boðið)
En annars þá sjáumst við hressir á morgun........
posted by Hilmar |
15:42
Jæja núna er maður búinn í prófum! Fyrir utan það að vera dauðþreyttur eftir langa lestrarnótt þá er maður eitthvað svo einkennilega eirðarlaus allt í einu. Skyndilega getur maður verið að gera eitthvað annað en að læra án þess að fá samviskubit yfir því - alveg furðulegt. Í morgun fyrir prófið var ég orðinn svo steiktur í hausnum að heilinn í mér fuðraði næstum upp í einu risavöxnu geislavirku allsherjar sveppaskýi, en núna er ég óðum að jafna mig. Ég er jafnvel að hugsa um að skella mér í ræktina eða kannski bara smá jólaleiðangur. Kannski gera bara bæði í einu - labba um Kringluna ber að ofan og pumpa lóð á meðan maður skoðar gjafir og svona. Skokka síðan aðeins á Laugarveginum og versla í leiðinni? Teygja í Hagkaup? Fara svo í sturtu í Húsasmiðjunni. Heyrðu já ég var næstum búinn að gleyma! Maður fer náttúrulega í ríkið fyrir helgina í dag! Nú verður tekið á því maður. Eru nördarnir ekki komnir í gír? Er ekki búið að bóna Himmalimmóinn og svona? Æjá, fyrir utan Ugluna náttúrulega - hún klárar ekki fyrr en 21.!
En hvernig er þetta með spæjaragátuna, eruð þið alveg lost í seinni hlutanum? Tryggva og Þorbjörgu snillingum tókst að leysa fyrri hlutann (Tryggvi var þó fyrri til og fær því 1 stig), en ég var að kaupa vinningshafalottómiðann rétt áðan og ég skal segja ykkur það - það er milljónaþefur af honum!
posted by Doddi |
13:31
miðvikudagur, desember 18, 2002
Já Tryggvi það er hárrétt. Hlunkurinn notaði ísklump til að ná upp í snöruna. 3 stig fyrir Tryggva á silfurfati! Ef Tryggvi vinnur þá þurfum við að bera hann um á silfurbakka næst þegar hann festist í splitt. Næsta ráðgáta:
1 stig:
Yfirmaður hjá Texaco olíufyrirtækinu fannst myrtur á afskektri bensínstöð nálægt landamærum Nevada. Þú ert kallaður á staðinn til að rannsaka þetta morð. Auðsæilega er þetta fjórða morðið á yfirmanni á Texaco bensínstöð. Þú skoðar líkið og finnur þrjú skotsár. Í skjalatösku yfirmannsins finnur þú eftirfarandi skjal, undirritað af yfirmanninum:
Kæri herra,
Í gær seldum við 28430938 tunnur á $0.25. Upplýsa verður lögreglu strax!
Þú hristir höfuðið og biður um handreiknivél. Nokkrum sekúndum síðar segir þú: "Ég veit hverjir gerðu það!"
Hverjir eru ábyrgir fyrir morðunum?
2 stig:
Eftir að hafa uppgötvað gátuna hér á undan staðfestist grunur á ákveðnum manni sem var í sigtinu hjá þér. Hann var í nágrenninu þegar morðið var framið og þú lætur handtaka hann. En við yfirheyrslu heldur hann því fram að þegar glæpurinn átti sér stað hafi hann verið úti að taka myndir af himninum. Hann tekur fram fullkomlega skýra mynd af stjörnubjörtum himninum. "Ég var úti í þrjá klukkutíma að taka þessa mynd. Myndavélin var á þrífæti, og ég hafði linsuna opna í þrjár klukkustundir. Þar sem fylgjast þarf stöðugt með fókusnum á henni var ég við hana allan tímann. Láttu skoða vélina - þú kemst að því að það er ekki hægt að halda fókus nema vera við hana allan tíman."
Var hann í raun úti að taka myndir af himninum í þrjá klukkutíma eins og hann segir?
posted by Doddi |
20:48
þriðjudagur, desember 17, 2002
Nú ættu Keli og Tryggvi að vera ánægðir því að ég hef ákveðið að breyta um gátustíl, þ.e.a.s. þegar ég er búinn að skeina mér. Næstu 2-3 þrautir, sem munu ráða úrslitum, verða ekki svona klassískar gátur heldur spæjaragátur. Fyrsta þrautin hljómar svona:
Áhyggjufull ræstingarkona hringir í lögregluna eftir að hafa ekki getað komist inn í íbúð vinnuveitanda síns í fimm daga í röð. Lögreglan sendir þig (Foxy Mölder) á vettvang. Þú pikkar upp lásinn á íbúðinni með þjófalykli, en getur samt ekki opnað hurðina. Þú tekur því til þess ráðs að brjóta hana upp. Það tekur talsverðan tíma því slagbrandur er fyrir hurðinni. Þegar þú kemst inn finnur þú feitan mann sem vegur sennilega 300 kg hangandi í snöru í því sem virðist eina herbergið í íbúðinni. Gólfið er blautt af vatni. Herbergið er annars algjörlega tómt (hvorki húsgögn né hlutir af neinum toga þar inni) og bæði gluggar og hurðir eru læstar innan frá. Þú ákvarðar fljótlega að maðurinn hafi framið sjálfsmorð. Sá grunur staðfestist þegar þú finnur skilaboð í hönd mannsinns: "Ég hef ákveðið að skora á þig, Foxy Mölder. Geturðu komist að því hvernig ég framdi sjálfsmorð?" Bréfið heldur áfram og lýsir lífi hans. Bréfið endar síðan svona: "Fyrirgefðu hvað ég skrifaði langt bréf, en ég hafði ekki tíma til að hafa það styttra."
Hvernig framdi þessi maður sjálfsmorð? 3 stig fyrir rétt svar.
posted by Doddi |
21:32
Fetta, bretta, skvetta
ekki er því að leyna.
Hetta, metta, letta,
nú þarf Dodda að skeina.
Hvað er átt við? Jú, þið hafið rétt fyrir ykkur. Vegna lélegrar frumsaminnar gátu hefur ég ákveðið að bjóða Dodda það að fá fría skeiningu í formi ömulegrar vísu, því hann vissulega kúkaði rækilega í sig með henni :)
P.S. Ég held ég fari bara að gefa út ljóðabók.
posted by Hrafnkell |
19:47
Það voru fagnaðarfundir hjá nördunum í kvöld. Það var bankað uppá á hjá mér og við dyrnar stóð enginn annar en sjálfur Hrafninn, nýfloginn heim til myrkursins á Íslandi. Stuttu síðar mættu Örninn (roj), Steggurinn (hix) og síðan Uglan (Tryggvi), og Dúddúfuglinn tók að sjálfsögðu vel á móti þeim öllum. Það var m.a. hlegið mikið, leikið sér með skákklukku, borðað kex, horft á Nýjasta tækni og vísindi og dýralífsþátt um lífið í hafinu, auk þess sem dáðst var að nýju þvottavélinni sem Hrafnkell kom með frá útlöndum fyrir Hilmar. Þetta er nú reyndar stafræn myndavél, en hún lítur samt út eins og lítil þvottavél (mjög flott þvottavél þó).
En hvað gátukeppnina varðar þá verð ég að óska Reyni til hamingju. Hann átti kollgátuna og kom með svarið sem ég var að leita af, í huganum, og fær hann því 5 stig í sinn hlut. Hugsunin liggur í huganum. Tryggvi, þú komst með margar tilraunir, nokkrar góðar, en gleymdir kannski að það má einungis giska einu sinni á hverja gátu. Ýmsar aðrar góðar tilraunir voru gerðar. En svör eins og í "heilanum" og "minninu" þótti mér ekki fullnægjandi, vegna þess að heili og minni eru ekki það sama og hugur. Heili og minni eru mun víðtækari hugtök sem geta átt við um margt annað heldur en huga hugsandi veru. Til eru dýr eða tæki sem hafa heila (t.d. tölvuheila) en eru ekki fær um hugsun (ekki ennþá amk). En hvað um það, ég er að hugsa um að gefa Hjördísi tvö stig fyrir góða ágiskun eftir fyrstu vísbendinguna. Það má segja að hún hafi svarað gátunni rétt ef ekki er tekið tillit til seinni erindanna tveggja. Svona standa þá stigin:
Eins og ég hef sagt áður, þá mun vinningshafi hljóta 5 raða Lóttómiða næsta föstudag........ rann vinningurinn út um helgina, vitiði það? Ef ekki þá er potturinn sexfaldur (að ég held) og því til mikils að vinna. Næsta gáta kemur á laugardaginn, nei ég sagði svona, hún kemur fljótlega.
posted by Doddi |
00:51
sunnudagur, desember 15, 2002
Þótt ljós hún oft kveiki
sem stundum þó skeiki
þá er ljósið ekki raunveruleiki
Ef þú frá henni þiggur
þú verður ei styggur,
og kemst að því hvernig landið liggur
Og ef þú ert henni tryggur
þú sjaldan verður hryggur,
hugsaðu vinur segðu mér hvar hún liggur.
posted by Doddi |
14:05
Ég er eiginlega hissa að Hilmar skildi ekki hafa verið brjálaður yfir þessu verði sem ég gaf upp. Kannski var hann svo fullur á Elvis sýningunni að hann hefur ekki komist upp úr rúminu. Allavega var ég að ýkja þetta verð allsvakalega, þetta tvennt var ekki nálægt því svona dýrt hérna. Eitt er þó rétt, myndavélin kostar 70.000 kr á Íslandi. Tryggvi, ég kaupi eitt stykki fyrir þig líka. Eru kannski fleiri sem vilja svona vél?
posted by Hrafnkell |
03:39