Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


sunnudagur, janúar 26, 2003  

Ný uppfinning.

Með miklu stolti kynni ég nýjustu uppfinninguna mína: Klósett-tannburstann. Þetta er handhægur tannbursti sem er þó nógu stór til þess að líka sé hægt að þrífa með honum klósettið. Menn spara þannig talsvert og losna við þau útgjöld sem fylgja því að kaupa bæði tannbursta og klósettbursta í senn. Hversvegna ekki að hafa bursta sem nota má í báðar þessar aðgerðir? Mjög nytsamlegt er að gera slíkan bursta að ferðatannbursta og má til dæmis nota hann til þess að fjarlægja óæskileg bremsuför á almenningsklósettum eða á kamrinum við tjaldstæðið áður en sest er niður. Strax á eftir má síðan bursta tennurnar og allt er skínandi hreint. Ég er hæstánægður með þessa uppfinningu og ég er mjög bjartsýnn, en geri mér auðvitað grein fyrir að slíka vöru þarf að auglýsa ef hún á að seljast vel. Endilega komið með komment og segið álit ykkar á þessu.

posted by Doddi | 15:39


föstudagur, janúar 24, 2003  

Hrækt í svefni
Það gerist margt undarlegt á næturnar, sumir hrjóta þar til þeir nánast kafna, aðrir fara út úr líkamanum og enn aðrir míga undir. En hafið þið lent í því að hrækja í svefni? Það hefur komið fyrir mig einstaka sinnum og það kom fyrir í nótt. Mig var að dreyma einhvern fjandann sem ég man bara ekki hvað var, kannski var ég að slumma einhvern óæskilegan eða kannski var bara vont bragð í munninum ég veit það ekki. En ég hrækti semsagt á koddann hjá mér og vaknaði við það. Ótrúlega skrýtið. Þið haldið væntanlega að ég hafi farið strax og þurrkað það af, en ég gerði það nú ekki heldur hélt ég bara áfram að sofa........ koddaverið er hvort eð er útatað í slefi. En ég lofa að skipta um koddaver einhverntíman í dag!

ps skrýtið að maður skuli ekki eiga kærustu.....

posted by Doddi | 10:49
 

Fimbulkuldi
Í samtali við nokkra Vermontara kom í ljós að aldrei nokkurn tíma höfðu þeir lent í eins miklum kulda eins og hefur verið síðustu viku. Núna er um -20°C og betra að halda sig innan dyra. Sem betur fer er þetta kuldakast ekki bara hér í Vermont heldur um öll Bandaríkin og hef ég heyrt um fólk sem hefur drepist úr kulda í Texas. Ég trúi ekki öðru en þetta fari að lagast núna, annars verð ég brjálaður og lem einhvern til óbóta.

Superbowl Sunday
Tampa Bay Buccaneers og Oakland Raiders spila til úrslita í ameríska fótboltanum á sunnudaginn. Ég býst við einhverju Superbowl partýi eins og venjulega og verður sötrað eitthvað við hæfi á meðan leiknum stendur. Annars var ég að spá í að hafa smá leik og í verðlaun verður eitthvað skemmtilegt frá USA þegar hrafninn flýgur heim í vor. Leikurinn er svona: HVERJIR VINNA Á SUNNUDAGINN OG HVER VERÐA ÚRSLITIN Í LEIKNUM? Ef tveir eða fleiri eru með rétt lið er það sá sem er nær stigaskorinu.

posted by Hrafnkell | 02:37


þriðjudagur, janúar 21, 2003  

NR. 1
EF þið leitið að "ég hata þig og óska þess að þú drepist og haldir þig fjarri mínu lífi hóran þín" hjá leitavélinni Yahoo þá er okkar ástkæra síða nr. 1. Ég óska öllum nördum til hamingju með það.
HHH

posted by Hrafnkell | 16:47
 

Helgin
Helgin hjá mér var með skemmtilegra móti. Á föstudaginn var fengið slatta af fólki heim til okkar og sötrað áður en farið var í annað partý. Það partý var í einu af mörgum Fraternity húsum sem eru hér í Burlington og heitir Sig Ap eða eitthvað svoleiðis. Það var ekki hægt að komast inn í partýið nema að hafa boðskort, og félagi minn var búinn að fá eitt boðskort sem átti að gilda fyrir tvo. Nema hvað, þegar við komum þangað (plús allt liðið sem var fyrst heima hjá mér) þá stóðu þrír dyraverðir þar og sögðu "invites only, no ticket no entrance". Jæja við reyndum að komast inn á þessum miða en það gekk ekki. Ok við snúum við og sjáum 12 stelpur koma og surprisingly fóru þær ALLAR inn og voru ekki með eitt einasta boðskort. Pirraðir löbbuðu við í burtu (vantaði bara Dodda til að "skullfucka" þeim), og ákváðum bara að kíkja i bæinn í staðinn en stuttu síðar hringir einn strákurinn í okkur sem var í partýinu og segir okkur að koma að einhverri hliðarhurð og þar myndi hann hleypa okkur inn. Jæja við löbbum bak við og þar komumst við inn um þessa hurð. Nei nei þegar við komum inn var húsið frekar tómt og sá ég færri en 10 manns þarna inni og ekki einu sinni tónlist. Ég hugsaði með mér að það hefði nú ekki verið þess virði að svindla sér inn í eitthvað ömurlegt Frat-partý. En átti eftir að breytast. við löbbuðum niður í kjallara og þá fór að heyrast aðeins í tónlist. Og loksins þegar við komum niður í kjallara var allt pakkað þar inni, mörg hundruð manns dansandi og drekkandi (frír bjór), þvílíkt dansgólf og DJ á svæðinu og geðveik læti. Þetta var bara eins og skemmtistaður þarna niðri, ég hef aldrei séð annað eins. Þar vorum við í nokkurn tíma þar til við ákváðum að kíkja niður í bæ.

Á laugardaginn var farið í verslunarleiðangur niður í bæ enda eru janúar-útsölurnar í fullum gangi og var farið hamförum. Buxur, skyrta, húfa, og tvennir skór var keypt á vægu verði (hefði örugglega getað keypt eitt par af skóm og skyrtu heima fyrir sama pening) og síðan slappað af um kvöldið með Guðfinnu og Jóa horft á XXX með Vin Diesel ( ekki klámmynd :) ) í fararbroddi sem nýjasta súperhetjan.

Síðan var aftur farið í partý á sunnudagskvöldið, sem var mjög gaman þótt að það hafi verið í rólegri kantinum miðað við það föstudagurinn bauð upp á.

Nokkrar aðrar fréttir: Sigurgeir er að fara að gifta sig og óska ég honum náttúrlega til hamingju með það.
Yao Ming stóð sig vel á móti Shaq á föstudaginn var þótt hann hafi verið undir í baráttunni milli þeirra en Houston vann leikinn og það er það sem telur. Til hamingju með það Hilmar.

Later dudes
HHH

posted by Hrafnkell | 16:19


mánudagur, janúar 20, 2003  

Tryggvi Hákonarson að skapa nýtt tækifæri í orkumálum?

Rannsóknir hafa leitt í ljós að gríðarlega mikið magn af metangasi myndast reglulega í þörmum Tryggva Hákonarsonar. Áhugaverðar umræður hafa verið undanfarið um möguleika sem gætu opnast út af þessu. Tryggvi gæti verið lykilmaður í að metangas-væða bíla- og skipaflotann. Umframmagnið yrði þó svo mikið að Landsvirkjun íhugar nú þann möguleika að virkja hann. Tölur hafa verið nefndar frá 20 upp í 50 MW af raforku sem hægt væri að framleiða með bruna umframgassins. Umhverfisyfirvöld hafa gefið út handtökuskipun á Tryggva vegna gróðurhúsaáhrifa sem óneitanlega myndast vegna gassins. 20 manna víkingasveit réðist til atlögu í dag og handtók Tryggva. Við handtökuna leysti Tryggvi vind og 12 víkingarsveitarmenn misstu meðvitund. Tryggvi kveikti síðan á eldspítu með þeim afleiðingum að húsið sprakk og sérsveitarmenn brunnu illa. Tryggvi var hins vegar ómeiddur. Nú er unnið að því að koma flutningspípu fyrir í endaþarmi hans sem mun flytja metanið í þar til gerðan geymi þar sem gasið verður geymt þar til ákvörðun hefur verið tekin. Ef ekkert verður að gert, þá neyðast menn til að brenna gasinu því koltvísýringurinn sem þá myndast veldur minni gróðurhúsaáhrifum en Tryggvametan.

Það gæti farið svo að hætt verði við Kárahnúka og Tryggvametanverksmiðja sett upp á austurlandi í staðinn.

posted by Doddi | 17:27