Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, janúar 30, 2003  

Slagsmál í innanhúsfótbolta.
Ég var að keppa í innanhúsmóti í fótbolta í gærkvöldi með nokkrum félögum mínum eins og ég hef gert síðastliðna miðvikudaga. Þetta er ekki svona venjulegt íþróttahús eins og við erum vön heima heldur er þetta gervigrasvöllur með böttum í kring (svona svipað og er í íshokkí). Fyrri leikurinn var undanúrslitaleikur sem við unnum 4-2 og þar með komumst við í úrslitaleikinn sem átti að vera seinna um kvöldið. En næsti leikur sem var á dagskránni var um hvaða lið myndi mæta okkar liði í úrslitum þannig að ég ákvað að horfa á og sjá hvað þeir gætu. Annað liðið voru ameríkanar en hitt liðið var samansafn af Bosníumönnum. Nokkur harka var í leiknum og dómarinn var ekki alveg að ráða við leikinn á þessum tímapunkti. Jæja hvað um það, lætin byrjuðu þegar einn bosníumannanna hamrar einum ameríkananum upp við vegg og ekkert er dæmt. Allt verður vitlaust og leikmenn inn á vellinum byrja að slást og stuttu síðar koma varamennirnir líka og skerast í leikinn. Högg dynja og karatespörk fljúga um allt og var þetta bara hin besta skemmtun (miðað við leikinn allavega J ), en þá gerðist nokkuð óvænt. Bosnískir áhorfendur ruddust einnig inn á völlinn og byrjuðu að buffa ameríkana og loksins þegar var búið að draga liðin í sundur hlaupa áhorfendurnir út með bros á vör enda búnir að fá sinn skerf af skemmtun og slagsmálum. Eftir smá seinkun og chilli hélt leikurinn áfram en þó var búið að banna þeim sem byrjuðu lætin að spila leikinn. Það fyndnast við þetta var samt það að þegar slagsmálin byrjuðu var staðan 4-3 fyrir USA en þegar þau enduðu var 4-4. Ekki veit ég hvort að einhver bætti við marki á meðan enginn sá, en allavega fannst ,mér þetta geðveikt fyndið enda endaði með því að bosníumennirnir unnu síðan leikinn með einu marki. Úrslitaleikurinn var síðan eftir gegn þeim og unnu við þá án nokkurrra vandræða 9-2 enda voru þeir búnir að eyða öllu pústrinu í slagsmál.

posted by Hrafnkell | 19:59
 

Hann Raven sendi óvart póst sem átti að fara á hann sjálfan. Svo virðist sem hann sé að reyna að fá lausn á vandamáli sem hann á við að stríða. Skrýtin leið að senda sjálfum sér póst um vandamálið en..... svarið kom líka til mín og ég hef ákveðið að sýna ykkur þetta:

Kynlífsvandamálahorn Ravens
Halló
Ég á við stórt vandamál að stríða og ég veit varla hvort ég þori að segja frá því. Málið er það að ég er með innvaxinn lim. Þegar ég fæ örvast kynferðislega (og fæ standpínu) þá ýtist hann inn þannig að það myndast eins konar píka. Er eitthvað hægt að gera? Er ég kannski kvenmaður? Endilega hjálpaðu mér því mér líður mjög illa út af þessu.
Kveðja Raven

Kæri Raven
Nei það er ekkert hægt að gera.
Kveðja Raven

posted by Doddi | 18:07


miðvikudagur, janúar 29, 2003  

Kynlífsvandamálahorn Ravens
Halló
Ég veit ekki hvort þetta eigi við á þessari síðu en ég spurði samt. Ég á við smá vandamál að strýða. Vandinn er að typpið á mér hefur ekki stækkað frá því að ég var 12 ára og þá var það 2.5 cm. Ég er 25 ára og þetta veldur mér miklum vandræðum, en ég býst ekki við að þið kannist við svona lagað. Er þetta bara spurning um tíma, ég er sko löngu kominn í mútur (þegar ég var 14-15 ára).
Kveðja Siggi Súri

Kæri Siggi
ÞÚ ERT MEÐ LÍTIÐ TYPPI HAHAHHAHAHAHAHAHAHA. En eins og allir vita þá skiptir stærðin engu máli (yeah right).
Kveðja Raven

posted by Hrafnkell | 17:23
 

Sigurvegari í Superbow-leiknum er Siggi Súri en hann gat nákvæmlega uppá stig hvernig leikurinn myndi fara og hver ynni og því fær hann ferð til Ástralíu í verðlaun. Til hamingju með það Siggi.
HHH

posted by Hrafnkell | 02:09


þriðjudagur, janúar 28, 2003  

Ég skora á þig Tryggvi að vaka einn sólahring til viðbótar og mæta svo í bandí í fyrramálið. Ég er nefnilega að hugsa um að prófa bandíið á morgun og gaman væri að draga þig sofandi fram og til baka um völlinn eins og tuskubrúðu. Allir neglandi kylfunum í þig og svona og kannski myndu menn ákveða að nota þig í staðinn fyrir pökk.

En hvað um það, næstu helgi er ég að fara á þorrablót, í fyrsta skiptið á ævinni. Þetta verður alvöru sveitaskemmtun þar sem einhverjir Borgfirðingar mæta og raða í sig sviðum, hákarli og súrsuðu ógeði (ég þoli ekki súran mat) og síðan á sveitaball á eftir sem haldið er á sama stað. Ég veit nú ekki alveg hvort það verði Sálin eða SSSól sem spilar, en það verður örugglega gaman samt, sérstaklega þar sem menn mega koma með eigin áfengi inn á ballið og svona. Kannski verða SSSúrir að spila, með Sigga súra í farabroddi. En ef einhverjir hafa áhuga á að fá tilbreytingu frá bæjardjamminu þá er um að gera að skella sér með.

Já og nýjasta uppfinningin mín: Ég er búinn að finna upp nýja tegund af þorramat. Maður tekur uppáhalds matinn sinn (American Style kannski eða pizza) og borðar hann með bestu list. Þegar maður hefur melt matinn í svona klukkutíma þá ælir maður öllu í góðan plastpoka. Þar sem nú er komin magasýra (saltsýra), gall og peptíð og svona í matinn þá ætti hann ekki að skemmast svo glatt. Þannig má síðan geyma uppáhalds matinn sinn dögum eða vikum saman án þess að hann skemmist og fá sér síðan að vild seinna með. Mjög gott í útileguna og sérstaklega gaman að bjóða félögunum að smakka á uppáhalds þorramatnum sínum. Ég er að hugsa um að taka svona með mér á þorrablótið um helgina.

posted by Doddi | 20:03


mánudagur, janúar 27, 2003  

A man and his wife go to the site of their honeymoon for their 25th anniversary. As the couple is reflecting on that magical evening 25 years
ago, the wife asks the husband, "When you first saw my naked body in front of you, what was going through your mind?"

The husband replies, "All I wanted to do was screw your brains out and suck your breasts dry."

"What are you thinking now?" the wife asks as she undresses.

The husband quickly replies: "It looks like I did a pretty good job."

posted by Doddi | 12:59


sunnudagur, janúar 26, 2003  

Ný uppfinning.

Með miklu stolti kynni ég nýjustu uppfinninguna mína: Klósett-tannburstann. Þetta er handhægur tannbursti sem er þó nógu stór til þess að líka sé hægt að þrífa með honum klósettið. Menn spara þannig talsvert og losna við þau útgjöld sem fylgja því að kaupa bæði tannbursta og klósettbursta í senn. Hversvegna ekki að hafa bursta sem nota má í báðar þessar aðgerðir? Mjög nytsamlegt er að gera slíkan bursta að ferðatannbursta og má til dæmis nota hann til þess að fjarlægja óæskileg bremsuför á almenningsklósettum eða á kamrinum við tjaldstæðið áður en sest er niður. Strax á eftir má síðan bursta tennurnar og allt er skínandi hreint. Ég er hæstánægður með þessa uppfinningu og ég er mjög bjartsýnn, en geri mér auðvitað grein fyrir að slíka vöru þarf að auglýsa ef hún á að seljast vel. Endilega komið með komment og segið álit ykkar á þessu.

posted by Doddi | 15:39