fimmtudagur, febrúar 27, 2003
Mér finnst þetta nú algjört svindl að menn séu að djamma án mín heima á Íslandi. Ekki er ég búinn að snerta dropa síðan ég kom hingað til USA. Þið ættuð frekar bara vera heima, horfa á Nýjasta tækni og vísindi eða Startrek-viðbjóðinn og borða popp. Fyrir utan það......þá djamma nördar ALDREI.
Skemmtið ykkur samt vel.
P.s djöfull fer þetta kommentakerfi í taugarnar á mér. Þetta drasl virkar aldrei.
posted by Hrafnkell |
16:14
Jæja þá er komið að því....
Á morgun munu nördarnir allir sem einn fyrir utan einn sem að er út í bandaríkjunum skella sér út á lífið. Bandaríkjanördinn verður að láta sér nægja að drekka bjór og horfa á ameríska fótboltann í sjónvarpinu. Við hinir munum hins vegar mála bæinn rauðan og viðhafa almenn skrílslæti á almannafæri í hófi þó til ákveðins marks sem ekki má fara yfir nema í sérstökum tilfellum. Ætlunin er að hittast um kvöldið og horfa á kroppasýningu hjá massanördinum sem að er búinn að vera í stífum æfingum og skorningi á síðastliðnum vikum fyrir kvöldið. Eftir það verður farið heim til partýnördsins og byrjað að viðhafa skrílslætin, í hófi þó. Þegar skrílslætin fara að nálgast hámark mun geðveikinördinn halda flugeldasýningu með tilheyrandi sprengingum og eldhættu fyrir nærliggjandi hús. Ef að við og nágrannar komumst þokkalega heilir frá þessari sýningu tekur við allsherjar skemmtun frá sögunördinum sem að mun segja gamansögur og viðhafa almenn skrílslæti til hávegar þangað til hann drepst í baðkarinu. Eftir þetta mun leiðin liggja niður í bæ þar sem að höstlnördinn mun höstla fyrrverandi/núverandi kærustur allra nördanna á einu bretti...
Sem sagt þetta stefnir í eina allsherjar skemmtun....
posted by Hilmar |
15:16
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
Ég var hjá tannlækninum í morgun að láta að skipta um fyllingu í rótfylltri tönn. Það þurfti enga deyfingu þar sem tönnin er löngu dauð en samt sem áður var þetta ömurlegt. Ég hata fátt jafn mikið og að láta bora í tennurnar í mér, hvort sem það eru lifandi tennur, dauðar tennur, gamlar fyllingar eða hvað það nú er. Reyndar virtist vera smá líf í henni, því af og til kom þessi ískaldi tannsársauki þegar hann var að tæta fyllinguna og tannvef upp úr hörmulegri holunni. Hann setti á mig gleraugu með display svo ég gæti horft á Friends á meðan aðgerðinni stóð - ágætis framlag hjá honum og hann fær plús fyrir það. En ég get ekki sagt að ég hafi notið þess mikið að horfa á þáttinn, því eitt er að horfa á gamanþátt undir venjulegum kringumstæðum en annað er að horfa á þetta svitnandi með galopinn kjaftinn, líkamann stífan af stressi og borhljóð og víbring dauðans langt aftur í heila. Ég hef háan sársaukaþröskuld hvað venjulega verki varðar, en hvað tannverki varðar er ég algjör kelling. Ég hata sykur. Ég hata þetta efni sem unnið er úr þessum ömurlega sykurreir og hefur átt lykilþátt í að eyðileggja tennurnar í okkur. Já ég veit það maður getur sjálfum sér um kennt, en er þetta ekki líka spurning um þjóðfélagshætti? Tökum bara dæmi um búðarkassann: Við búðarkassann liggur sælgæti í hrúgum og hrópar á mann: "keyptu mig!". Af hverju sér maður ekki ávexti við búðarkassann? Af hverju er kók og gos aðal drykkurinn á matseðlinum á skyndibitastöðum? Þetta eru drasl þjóðfélagshættir.
Víkingarnir burstuðu aldrei tennurnar, fóru aldrei til tannlæknis og vissu ekki hvað flúor var. Samt voru tannskemmdir óþekktar! Hvers vegna? Hvítur sykur var ekki til. Eins og Garðar sagði það: Sykur og sætindi eru fyrir kellingar. Nammi er fyrir aumingja. Þannig hugsa ég núna. Ég snerti þetta ekki framar. Ef ég bara hefði hugsað þannig sem krakki og unglingur, þá væri ég ekki með einhverjar 20 fyllingar í dag. Þegar Kári er búinn að einrækta nýju tennurnar mínar þá mun ég halda þeim óskemmdum og fullkomnum það sem eftir er af minni ævi.
posted by Doddi |
15:35
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
Er Hrafnkell að verða gráhærður?? Ég rakst á þessa mynd af honum og hann virðist hafa grátt ef ekki hvítt hár í vöngum..... er Keli eldri en hann vill úti láta?? En hvernig sem það er nú, þá væri meiriháttar að hafa hann með okkur um næstu helgi á nördaskemmtun....... en það verður að bíða til betri tíma.....:(
mánudagur, febrúar 24, 2003
Hafið þið prófað að fara inn á www.nordarnir.blogpot.com? Prófiði það, það er nokkuð athyglisvert......
posted by Doddi |
22:18
Tyson buffaði Svarta Nashyrninginn á 49 sek. Þvílíkur aumingi var þessi gaur....eitt högg og lá niðri eftir það. Skandall fyrir þá sem báðu spenntir eftir bardaganum.
posted by Hrafnkell |
00:29