fimmtudagur, maí 15, 2003
Samkeppnisráð fellst á samruna Reynis og BeggAtla
Samkeppnisráð telur að samruni Reynis og BeggAtla ógni ekki skilvirkni á þeim kvennamörkuðum sem sá sameinaði mun starfa á. Mun samkeppnisráð því ekki aðhafast vegna þessa fyrirhugaða samruna. Segir samkeppnisráð m.a. að hinn sameinaði muni áfram eiga í samkeppni við tvo öfluga keppinauta, Spödda og TryggVin Diesel, sem í sumum tilvikum muni hafa hærri markaðshlutdeild, sérstaklega eftir samruna Tryggva og Vin Diesel.
posted by Doddi |
17:39
mánudagur, maí 12, 2003
Ölvunarakstur
Héraðsdómur Hríseyinga hefur dæmt Þórarinn Heiðar Harðarson í 150 þúsund króna sekt og svipt hann ökuréttindum í 14 mánuði fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa ekið bíl á götu Hrísey í mars 2003 þar sem lögreglan stöðvaði akstur hans en áfengismagn í blóði mannsins mældist 94,92‰.
Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa ekið bíl um götu Hrísey í janúar 2002 þar til hann var stöðvaður en þá mældist vínandamagn í blóði 82,12‰. Maðurinn ók m.a. á þrjár beljur og húsvegg, og endað á því að hlaupa nakinn um eyjuna.
Í umferðarlögum er miðað við að maður sem hefur 1,20‰ eða meira af vínanda í blóði sé ófær um að stjórna ökutæki. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi haldið því fram að hann hefði neytt töluverðs magns af sterku áfengi eftir að hann ók bílnum. "Ég hafði ekkert að gera frekar en venjulega því það er ekkert að gera hér í Hrísey, svo ég ákvað að detta í það einn. Ég fékk mér svolítið of mikið og því fór sem fór".
posted by Hrafnkell |
18:46
posted by Doddi |
14:21