sunnudagur, júní 01, 2003
Langt síðan það hefur verið bloggað hér á þessari síðu enda erum við minna í tölvunni á sumrin. Ég, Hilmar, Abba, Doddi og Heiða Björg skruppum á landsleik í handbolta eftir að Doddi hafði verið 40 mín að hafa sig til, klæða litlu stelpuna, greiða "lubbann" á sér osfrv. Því miður unnu danirnir með einu marki en það var nú bara útaf því að Óli Stefáns var ekki með og gaurinn sem átti að halda uppi stemmningunni í Smáranum var alveg ógurlega leiðinlegur. Reyndar var liðið í kringum okkur nokkuð öflugt. Fyrir aftan okkur sátu gelgjustelpur sem töluðu ekki um annað en hver væri uppáhaldsleikmaðurinn, hver væri sætur og hver væri loðinn á leggjunum. Síðan var annar sem var alveg brjálaður stuðningsmaður en því miður kunni hann ekki að segja annað en "Hold Kjæft" sem svínvirkaði því Danirnir vissi ekkert hvað þeir áttu að gera þegar þeir heyrðu þetta og töluðu ekki saman það sem eftir lifði leiks.
Annars er leikur í kvöld, Fylkir-FH. Allir á völlinn að styðja strákinn í gullskónum.
posted by Hrafnkell |
14:27
mánudagur, maí 26, 2003
Eurovisionspá
Ég spái því að Birgitta verði í 8-9 sæti, Tyrkland vinni, Belgía í öðru og Rússar í því þriðja. Einnig spái ég því að Bretland fái ekki stig enda ömurlegt lag. Nú er bara að sjá hvernig þetta fer.
posted by Hrafnkell |
11:58