Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, júní 06, 2003  

Jæja þá er komið að því... nördarnir ætla að skella sér út á lífið í kvöld þar sem að eina takmarkið verður að gera íþróttanördið eins fullt og hægt er og láta birtast mynd af honum í næsta Séð og Heyrt.

En ég veit að margir hafa beðið spenntir eftir því að fá að sjá hver formaður nördanna er þannig að ég læt fylgja hérna með tvær myndir sem náðust af honum á dögunum...

Formaður nördanna

    

posted by Hilmar | 10:27


þriðjudagur, júní 03, 2003  

Nýjustu nördafréttir:

Gulldrengurinn

Óvenju margir komu á leik Fylkis og FH á sunnudaginn og Árbæingar hreiktu sér mjög. Það kom þó í ljós að stór hluti fólksins var ekki kominn til að fylgjast með leiknum heldur til þess að komast í nánd við Hrafnkel “Hinn Helga” Helgason. Fólkið vonaðist eftir að fá að njóta kraftaverka hans, enda hefur frést að Hrafnkell búi yfir þeim eiginleika að geta breytt hlutum í gull. Hópur fólks beið fyrir utan Fylkisheimilið og ruddist að honum er hann kom út í von um að hann breytti munum þeirra í gull.

“Allt sem ég snerti nógu lengi breytist í gull”, sagði Hrafnkell í viðtali við nördafréttir. “Þetta byrjaði allt saman þegar skórnir mínir fóru að gyllast smám saman og verða harðari og þyngri. Að lokum höfðu þeir breyst í fallegan eðalmálm og mér til mikillar furðu komst ég að því að hann er gull.

Sannkallað “gullæði” hefur gripið um sig í Árbænum og fólk þyrpist þangað í röðum. Umferð stöðvaðist í Ártúnsbrekku þegar mikill glundroði braust þar út. Lýðurinn trylltist og þurfti lögregla að beita táragasi til að dreifa mannfjöldanum.

Hrafnkell hefur gefið frá sér nokkra gullmuni til líknarfélaga og írþróttafélaga. Af þeim má nefna boxerbuxur úr gulli, gulltannbursta og gullgervip**u.

Skítur peningum

Reynir Örn Jóhannesson hefur heldur betur dottið í lukkupottinn því svo virðist sem hann sé farinn að skíta peningum.

“Ég sat á dallinum eins og svo oft áður þegar undarleg tilfinning vakti athygli mína. Til að gera langa sögu stutta þá uppgötvaði ég að fimmþúsund krónu seðill var vöðlaður inni í hægðunum. Ég kroppaði hann úr, skolaði hann og þurrkaði og gaf Hilmari í afmælisgjöf. Hilmari fannst hann reyndar eitthvað undarlegur en sannfærðist eftir að hafa skoðað seðilinn vel og þefað af honum. Hann hefur kannski haldið að hann væri falsaður. En svo reyndist ekki vera og síðan þá hafa margir seðlar til viðbótar skilað sér í klósettið.”

Reynir hefur nú safnað um 30.000.000 krónum úr afturendanum á sér og hefur ákveðið að leggjast í helgan stein. Hann segir lykilinn að þessari undarlegu líkamshegðun vera að skeina sér eingöngu með peningum: “Já, það borgar sig á endanum. Það hefur reyndar stundum komið til vandræða þegar ég er ekki með seðla á mér, en þá hafa debet- og kreditkortin komið sér vel og bara bjargað málunum."

posted by Doddi | 15:02


sunnudagur, júní 01, 2003  

Langt síðan það hefur verið bloggað hér á þessari síðu enda erum við minna í tölvunni á sumrin. Ég, Hilmar, Abba, Doddi og Heiða Björg skruppum á landsleik í handbolta eftir að Doddi hafði verið 40 mín að hafa sig til, klæða litlu stelpuna, greiða "lubbann" á sér osfrv. Því miður unnu danirnir með einu marki en það var nú bara útaf því að Óli Stefáns var ekki með og gaurinn sem átti að halda uppi stemmningunni í Smáranum var alveg ógurlega leiðinlegur. Reyndar var liðið í kringum okkur nokkuð öflugt. Fyrir aftan okkur sátu gelgjustelpur sem töluðu ekki um annað en hver væri uppáhaldsleikmaðurinn, hver væri sætur og hver væri loðinn á leggjunum. Síðan var annar sem var alveg brjálaður stuðningsmaður en því miður kunni hann ekki að segja annað en "Hold Kjæft" sem svínvirkaði því Danirnir vissi ekkert hvað þeir áttu að gera þegar þeir heyrðu þetta og töluðu ekki saman það sem eftir lifði leiks.

Annars er leikur í kvöld, Fylkir-FH. Allir á völlinn að styðja strákinn í gullskónum.

posted by Hrafnkell | 14:27