fimmtudagur, júlí 03, 2003
Nu er komid ad dalitilli atkvaedagreidslu sem eg myndi gjarnan vilja að thid taekjud thatt i. Vid aetlum ad finna tha hluti sem fara mest i taugarnar a okkur nordunum og theim sem nordana skoda. Skraid inn i comments tha hluti sem mest fara i taugarnar a ykkur og gefid theim krossa, 10 krossa fyrir thad sem fer mest i taugarnar og svo faerri og faerri eftir thvi sem vid a. Eg uppfaeri listann svo reglulega. Thid getid komid med hvad sem er inn a listann (nema ad segja ad eg fari i taugarnar a ykkur thvi eg er bestur, sama hvad hver segir)
xxxxxxxxxx Microsoft Word með staela
xxxxxxxxx Nordar med staela
xxxxxxxx Flugur
xxxxxxx Popup-auglysingar a netinu
xxxxxx Hlutir sem tynast (ja thad er theim sjalfum ad kenna!)
xxxxx Prentarar sem virka illa
xxxx Folk sem keyrir a 70 a thjodveginum og blokkar umferd
xxx Folk sem gefur ekki stefnuljos
xx Effemm-utvarpsmenn
x Bush ad sprengja og thykjast gafulegur
Í gærkvöldi fór ég í bíó ásamt Dodda, Rebekku og Dísu. Myndin sem að við ákváðum að sjá eftir mikið vesen heitir Dark Blue og skartar Kurt Russell í aðalhlutverki. Aðeins sú staðreynd hefði átt að vara mann við því sem að á eftir fylgdi. Myndin fjallar sem sagt um lögregluna í Los Angeles og spillingu innan hennar. Samhliða því er kraumandi undir niðri reiði hjá svörtu fólki vegna Rodney King málsins sem að verið er að rétta í á meðan myndinni stendur. Myndin fer þokkalega af stað en eftir smá tíma finnst manni maður vera að horfa á frekar slappan þátt af ER frekar en að sitja í bíósal eftir að hafa borgað 800 kr. Í myndinni leikur einmitt ein þokkadís úr ER (sú sem að lék kærustu Doktor Benton) og verður að segja eins og er að ef hún ætlar sér frama í kvikmyndum þá er þetta ekki leiðin til þess. Leikurinn hjá henni er vægast sagt hræðilegur reyndar svo hræðilegur að það var orðið skemmtilegt að hlægja að því. Kurt Russell leikur þarna harðan lögreglumann sem að kallar ekki allt ömmu sína og er hann með nýliða löggu sem félaga. það virðist hafa verið komin tíska fyrir síðu hári í LA PD á þessum tíma því að báðir eru þeir með þessa þvílíku hárgreiðslu sem að virðist alltaf haldast eins fyrir utan einn lokk sem að átti það til að detta niður í sama skotinu. Sem sagt Kurt gat verið að tala við einhvern og með lokkinn niður á enni síðan kom smá skot á samræðuaðilann og síðan aftur á Kurt þá var lokkurinn kominn upp. þetta er smáatriði ég veit það en svona hlutir eiga ekki að gerast í svona dýrri kvikmynd. En það er það sama með þetta og leikinn hjá ER dömunni þetta skapaði skemmtanagildi fyrir myndina sem að hefði annars ekki verið til staðar. Í myndinni leikur líka gaurinn sem að var tekinn í rass í Pulp Fiction með gúmmíbolta upp í sér (Marcellus). Greyið, það er sama hvaða hlutverk hann tekur að sér eftir það því það verður alltaf jafn erfitt að taka hann alvarlegan eftir síka útreið. Auk ber að minnast konunnar sem að leikur eiginkonu hans því að hún á hápunkt myndarinnar með dramatískum svipbrigðum sem að aðeins er hægt að ímynda sér eftir að hafa séð myndina. Tónlistin í myndinni var líka frekar furðuleg og er best að lýsa henni sem samblöndu af upphafsstefinu í ER og tónlistinni úr Lethal Weapon. Sem sagt ER me? blöndu af skærum lúðratónum.
Allt í allt var þetta frekar slöpp mynd en fyrir mikinn ofleik, frábærar hárgreiðslur og fyndna tónlist er ekki hægt annað en að gefa henni eina og hálfa stjörnu.
posted by Hilmar |
11:57