Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


þriðjudagur, nóvember 25, 2003  

Hjalp

Jæja minir kæru nördar og gestir, eruð þið til i að hjalpa mer aðeins?

Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þa eru nanast aldrei kommur yfir stöfunum hja mer og er það ut af einhverju sem mig grunar að se virus. Ef eg reyni að setja inn kommu með þvi að yta a ´ og siðan a stafinn sem a að koma a eftir þa koma alltaf tvær kommur (´´) i staðinn fyrir að komman biði eftir stafnum sem a að fa kommuna a sig. Það sama gerist fyrir graðu-merkið (°°) og þetta merki herna: ^^

Eg uppgötvaði að "Bugbear" virusinn veldur þessu sama vandamali, og fekk eg mer þvi virusleytarforrit. En sagt er að Bugbear sjai við virusleytarforritum og þvi fekk eg mer serstaka "removal-skra" sem atti að losa mig við Bugbear-virusinn. Þa kom i ljos að eg var ekki með hann. Kannski er eg með annan virus sem finnst ekki? Ad-aware og Spybot laga ekki vandamalið. Ekki heldur Inbox-Cop og Armor2net. Eina lausnin sem nuna er mer i sjonmali er að endursetja inn windows.

A næstunni þarf eg að skrifa massa-ritgerð og eg se fram a að eg geti litið sem ekkert unnið að skrifum hennar þegar eg er heima, nema kannski safna gögnum. Þannig að please, PLEASE latið mig vita ef þið þekkið lausn a þessu.

Tryggvi, Hörður, Hilmar, Garðar, Sigurgeir, Siggi suri...... þið eruð allir hörku tölvunaglar, þið hljotið að hafa eitthvað uppi i erminni!

posted by Doddi | 01:29


mánudagur, nóvember 24, 2003  

Laminn

Mig langar að byrja a að oska Hrafninum okkar innilega til hamingju með ungann. Eg dauðskammast min fyrir að vera ekki buinn að sja hann ennþa, en mun vonandi fa að kikja a hann a morgun.

Eg tok a moti frænda minum fra Sviþjoð i gær, en hann hefur ekki komið til landsins (og við ekki sést) i ein tiu ar, þegar hann var fjortan ara. Honum langaði að kynnast næturlifinu i Reykjavik, og þvi dreif eg hann með mer i parti og siðan niður i bæ. Þetta var mjög gaman og hann virtist skemmta ser konunglega. Þegar eg ætlaði loks heim vildi hann meira að segja vera lengur (enda kominn með kvenmann upp a arminn) :), og eg for þvi heim a undan. Það var reyndar ekki að astæðulausu sem eg vildi heim, þvi eg lenti i mjög leiðinlegu atviki skömmu aður. Eg var a troðnu dansgolfinu a Hverfisbarnum (vibba- og hallærisstaðurinn mikli) og þurfti að komast fram hja koldrukknum kvenmanni (sem sneri baki i mig) til að na tali af frænda minum. Eg lagði höndina kurteisislega a öxlina a henni til að gefa henni merki um að eg þyrfti að komast fram hja og i þvi var ytt aftan a mig i troðningnum þannig að eg rakst utan i hana. Þetta virtist moðga hona svo svakalega að hun sneri ser við og kyldi mig af öllu afli snögglega og fyrirvaralaust i andlitið, beint a nefið. Eg naði eg ekki að bera hendurnar fyrir mig eða hörfa, þar sem þetta kom gjörsamlega að ovörum. Þetta hefði ekki meitt mig mikið undir venjulegum kringumstæðum (enda nokkrum sinnum fengið a luðurinn), en eins og þið vitið þa er eg nybuinn i skurðaðgerð ut af skökku miðnesi, og þetta var þvi alveg ömurlega vont.

"Ertu i iþrottum? Ekkert högg a nefið i amk. manuð eftir aðgerðina!!" var það sem læknirinn sagði. Þannig að nuna er kannski allt onytt, eg veit það ekki. En eg er amk. aftur bolginn og aumur! :) Mer datt i hug að gera mal ur þessu og jafnvel kæra, en eg akvað að lata það eiga sig. Eg kom mer bara af dansgolfinu með minar bloðnasir. Sennilega a þessi tiltekni kvenmaður það erfitt að best væri að gera lif hennar ekki ennþa erfiðara með einhverjum malaferlum. Eg meina, svona gerir folk ekki nema eitthvað se að, er það nokkuð?

posted by Doddi | 01:58