laugardagur, desember 20, 2003
Jamm og jæja, prófin eru loksins á enda og núna sit ég með pilsner í hönd (alvöru pilsner sko) hjá honum Tryggva og bíð á meðan hann er að klára baðið sitt. Ég er hræddur um að ég þurfi ekki mikið af pilsner til þess að stafsetningarvillur fari að birtast, þar sem ég svaf ca. tvo tíma í nótt sitjandi í stólnum fyrir framan skrifborðið mitt. Já, Dúddú er ánægður að sjá að bloggið hefur lifnað eitthvað við.... keep up the good work! Jæja, mér heyrist Tryggvi vera farinn að rumska úr baðinu, bið að heilsa ykkur.........
posted by Doddi |
22:02
fimmtudagur, desember 18, 2003
Jú jú það er mikið rétt við erum búnir að vera frekar latir við að setja eitthvað hingað inn. Það tengist líklega eitthvað því að eftir að Doddi hvarf ofan í holuna sína að læra undir próf dó þessi síða um leið enda hefur hann verið drifkrafturinn á bakvið ruglið og vitleysuna sem að hér hefur komið fram.
En það horfir allt til betri vegar núna þar sem að Doddi er að klára seinasta prófið sitt næstkomandi laugardag og mun eflaust drífa sig í klippingu, rakstur og sturtu svo að maður tali nú ekki um í annan bol. En það vekur upp spurninguna hvernig best sé að fagna próflokum hjá verkfræðinördinum á viðeigandi hátt.
Allaveganna held ég að það sé nokkuð ljóst að við ættum að reyna að stofna til alvöru nördasamkomu næstkomandi laugardag enda búinn að líða alltof langur tími síðan það var gert seinast. Þar gætum við til dæmis gert upp árið og veitt verðlaun fyrir flestu bloggin(Doddi), lengsta bloggið(Doddi), óskiljanlegasta bloggið(Doddi), fyndnasta bloggið(Doddi), ófyndnasta bloggið(Doddi), stysta bloggið(Doddi), viturlegasta bloggið(Doddi), óviturlegasta bloggið(Doddi), merkasta bloggið(Doddi), blogg ársins(Doddi), bloggari ársins(Doddi), Nörd ársins(Doddi) og svo framvegis.....
já hvað segiði um það, hvernig er dagskráin hjá mannskapnum næsta laugardag?
p.s ég tók út myndirnar af Enterprise geimskipinu þar sem að þær voru að valda því að síðan var endalaust lengi að koma upp :)
posted by Hilmar |
12:35Djö
Það er orðið djöfull langt síðan ég bloggaði síðast en núna ætla ég að bæta úr því. Ástæðan fyrir þvi er náttúrulega sú að uppeldið tekur núna mest allann tímann svo ég hef alveg löglega afsökun. Annars fór sá litli í skoðun í gær og allt er í góðu lagi, hann orðinn 53 cm á lengd og 3.8 kíló svo þetta er allt að koma.
Afmælisbörn dagsins
Jújú það eru tvær mannskjur sem ég þekki sem eiga afmæli í dag, 18.des, hún Guðfinna verður 24 ára og síðan verður Brad Pitt 40 ára og auðvitað eru bestu kveðjur til þeirra beggja. Ég talaði við Brad í morgun og hann var bara hress og auðvitað óskaði hann öllum gleðilegra jóla.
Jólasveininn handtekinn
Saddam Hussein var loksins handtekinn eftir 8 mánaða leit Bandaríkjamanna. Þegar hann fannst var hann frekar tussulegur og með alskegg að auki, svo hann minnti mig á jólasvein sem hafði verið á 15 daga fylleríi. Það var nú kominn tími til að eitthvað gerðist hjá USA því tveir eftirlýstustu menn þeirra, Saddam og bin Laden voru ekki fundnir og þetta var farið að líta frekar illa út fyrir kanana.
Doddi fundinn
Doddi hefur ekki sést frá því í sumar en bót var á því í gær. Samkvæmt heimildum mínum var hann illa haldinn af svefnleysi vegna prófa, kominn með alskegg eins og Saddam, spikfeitur í hvítum hlýrabol spilandi pool á Players. Vegna svitalyktar þurfti almenningur að yfirgefa svæðið í kringum hann.
En auðvitað óskum við honum góðs gengis í síðasta prófinu á laugardaginn.
Fleira var það ekki í bili
Blogg out
posted by Hrafnkell |
10:20