Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, apríl 30, 2004  

Já það er greinilegt að það eru skiptar skoðanir á því hvað sé hægt að gera skemmtilegt í sumar.

En hvað segiði um að byrja á því að fara á sjómannadagsball þann 3.júní næstkomandi á Raufarhöfn. Ég og Abba erum líklega að fara og gistum við í einbýlishúsi með sjö lausum herbergjum þannig að það er nóg pláss.

Doddi þú hefur aldrei lent í almennilegum slagsmálum fyrr en þú lendir í sveitaballsslagsmálum.

Hvernig líst ykkur á?

posted by Hilmar | 10:33


miðvikudagur, apríl 28, 2004  

Jæja nördar til sjávar og sveita...

Þá er sumarið óðum að nálgast og kominn tími til að fara að plana eitthvað skemmtilegt til þess að gera. Hvernig standa annars sumarplönin hjá nördunum, eru allir með sumarvinnu og svo framvegis. Mér datt í hug að það væri sniðugt að plana einhversskonar sumarferð hvort sem að það væri hérna innanlands eða utan. Það kostar orðið svipað að ferðast til Danmerkur og Bretlands eins og það gerir að fara í útilegu á Þingvöllum, kannski ekki alveg en það munar litlu. Síðan væri hægt að vera grand á því og skipuleggja ferð til sólarlanda. Hvernig hentar þetta ykkur og hvernig líst ykkur á þessa hugmynd?

Í sól og sumaryl......

posted by Hilmar | 10:55


mánudagur, apríl 26, 2004  

Mama´s joke


Your mama´s like a Big Mac - full of fat and only worth a buck.

posted by Doddi | 22:02
 

Klikk.is

Ég var staddur í Árbæjarlaug núna í síðustu viku og auðvitað með mínar fínu froskalappir og sundgleraugu til að reyna að halda mér í smá æfingu. Alla vega eftir að ég var búinn að synda minn kílómetra þá fer ég í heita pottinn til að slappa aðeins af. Þar voru tvær gelgjur að tala saman, svona 12-13 ára myndi ég giska á. Önnur spyr hina hvort hún vilji koma í heitasta pottinn í smá stund. Hin svarar "Ertu eitthvað klikk.is?".
Ég átti mjög erfitt með að halda í mér hlátrinum en mér er spurn. Eru krakkar byrjaðir að tala svona? Ef svo er þá verð ég geðveikur.is eftir smátíma.

Kveðja
Hrafnkell.is

posted by Hrafnkell | 12:04