mánudagur, maí 10, 2004
Van Helsing..... hvar á ég að byrja?
Ég veit það eiginlega ekki: Sprengingar, eldingar, rafmagn, meiri eldingar, eldur, græn ljós, einhver hræðileg tæki, meiri eldingar, sprengingar, öskur, rafmagn, KAPLAMM BÚMM WAMM! "Ööööööhh!!!" CRACK! "Noooooooo!!!" KAPLAMM BÚMM WAMM BOMM CRACK CRACK CRACK WAMM BÚMM PLAMM, æpandi Frankenstein, glataður og ofleikinn Drakúla, eldingar, slímug og asnaleg vampírubörn fljúgandi úti um allt.
Meiri eldingar, fljúgandi óþolandi tölvugerðar vampírukellingar, heimskt fólk hleypur út á götu og lætur þær fljúga með sig á brott. Illa tölvugerðir varúlfar sem náttúrulögmál virka ekki á og því geta þeir flogið og anskotast úti um alla veggi. Óskiljanleg reipi alltaf tilbúin til að grípa í svo að hægt sé að sveifla sér úti um allar trissur. Fáranlega ótrúleg og ýkt action-atriði sem bæla niður og kæfa annars herfilega lélegan söguþráð.
ÞESSI MYND VAR ÖMURLEG
Þetta er eina skiptið sem ég hef þurft að troða pappír í eyrun á mér í bíó til þess að hreinlega missa ekki heyrnina af völdum tilgangslauss hávaða.
Og spáið í því hvað aðstoðarmaðurinn var mikið Q úr James Bond-ripoff!!
posted by Doddi |
01:08