Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


sunnudagur, maí 23, 2004  

Klósettsprengja í Keflavík

Ég fór í fimmtugsafmæli í gærkvöldi í innri Njarðvík hjá konu frænda míns og menn urðu nokkuð svartir. Um það leyti sem amman var borin út (þó ekki amma mín, þær drekka ekki og hafa aldrei gert), rænulaus af drykkju, var stefnan tekin á Kasínó í Keflavík. Við komum við heima hjá frænda mínum en þar hlunkuðust menn niður og fóru síðan ekki fet. Frændi frænda míns losaði um magainnihaldið inni á klósetti en gusan kom til baka. Klósettið mótmælti og gaus eins og goshver þegar sturta átti gumsinu niður. Meistari Áskell, bróðir pabba, sá til þess að engan skorti veigar í þessu eftirpartíi - bauð upp á ótal tegundir af búsi og minnti helst á bryta einhvers konungs, uppdressaður og glæsilegur í kjólfötum og fíneríi.

Á leiðinni heim hefði ég skitið á mig af hræðslu hefði ég ekki verið hálf-ölvaður ennþá. Trylltari ökumanni hef ég ekki kynnst frá því að ég var hjá Öryggismiðstöðinni. Það var alveg sama á hvaða hraða menn voru á brautinni, það voru allir fyrir. Vélin reif svoleiðis í að hefði ég setið í kagga í Monte Carlo í morgun hefði ég ekki fundið muninn.

En við lifðum af, nú er bara að finna leið til að lifa af þynnkuna.

posted by Doddi | 14:43


laugardagur, maí 22, 2004  

Fylkir-FH

Auðvitað unnu Fylkismenn 1-0 og talið er að stuðningur minn, Hilmars og Guðna hafi gert gæfumuninn.

posted by Hrafnkell | 20:38


mánudagur, maí 17, 2004  

Survivor er sorp

Það er hending að ég horfi á sjónvarpið en það er þó einn þáttur sem ég horfi alltaf á, og það er CSI. Í kvöld settist ég niður þreyttur og lúinn eftir fyrsta vinnudaginn í sumar og púl í Hreyfingu, settist niður með eftirvæntingu kl 21:55 og beið eftir CSI. En hann kom ekki. Ég kíkti á varpið: Tvöfaldur Survivor þáttur í staðinn.

Þessir veruleikaþættir eru farnir að fara í taugarnar á mér. Hvað sem þetta heitir nú allt saman... Survivor, Bachelor, Block, Apprentice....... þetta er sorp! Heimskuhjalið í þessu liði er svo hörmulegt að mig langar til að skalla skjáinn þegar þetta byrjar. "Mimimimmi mimmimmi I have to win immunity bla bla bla."

Ég er með hugmynd að Survivor-þætti: Droppa þessum veiklyngjum sem eru í Survivor núna í fallhlíf yfir Grænlandsjökli og fylgjast með þegar þeir byrja að vola og grenja til að fá að komast aftur heim.

posted by Doddi | 22:27
 

Hmmmmmmm

Helgin var skemmtileg enda var Júróvision stemmning í bænum. Þótt íslenska lagið hafi aðeins lent í 19.sæti þá fannst mér Jónsi standa sig vel við flutninginn, lagið bauð bara ekki uppá betri útkomu auk þess sem þessi "nágranna" stigagjöf eyðilagði gjörsamlega keppnina.

Jæja ég ætlaði nú ekki staldra við Júróvisionið lengur heldur segja frá samtali við Tryggva sem ég átti við hann á Celtic Cross á laugardaginn var. Þannig var nú mál með vexti að ég hitti hann óvænt þar í gúddí fíling. Samtalið var einhvern veginn svona:

Keli: Blessaður
Tryggvi: Blessaður
Keli: Hvað segirru?
Tryggvi: Bara fínt mar....hey til hamingju.
Keli: Með hvað....???????????
Tryggvi: Er ekki Guðfinna ólétt?
Keli: Ólétt?? Tryggvi minn, við eigum strák sem er 6 mánaða gamall.
Tryggvi: Núnú....æi það hefur nú ekki verið mikið samband hjá okkur strákunum uppá síðkastið.


OK, ég veit alveg að það hefur ekkert verið neitt gígantískt samband á milli okkur en kommon........eins og einhver myndi segja hér í nördahópnum, "gímmí a breik mar".

posted by Hrafnkell | 14:30