Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, júlí 02, 2004  

Leirburður

Góðan daginn nördar og gestir. Mig langar að gleðja ykkur í dag með smá kveðskap.

Tryggvi er víst á Hróarskeldu núna. Þegar ég hugsaði til hans kom upp þessi baga:

Tryggvi situr á skeldunni
að smokkum er að leita,
drattast um í drullunni
dregur kellu feita


Hrafnkell er kominn með nýja vinnu heyrði ég:

Hjá Landsbankanum Hrafninn er
búinn sér að pota,
við vitum þá að bankinn fer
að verða brátt gjaldþrota


Hilmar er í essinu sínu í dag:

Himmalimmó þýtur hjá
hendist til um veginn,
slitinn er og sprungið á
stjórnlaus báðum megin


Ég hitti Begga í Hreyfingu um daginn, mjög gaman að hitta hann eftir allan þennan tíma:

Beggi puðar næstum ber
við bretti og bekkpressu,
teygir hann og stundum er
borinn út á sessu


Mér skilst að Reynir hafi fiskað vel um helgina, verst að hann skuli hafa sleppt bráðinni strax:

Reynir batt á öngul hnút
beit á brjáluð herfa,
læðan lagði tungu út
og lét hann sig þá hverfa

posted by Doddi | 11:57