Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


þriðjudagur, júlí 20, 2004  

Hvar eru stjörnurnar?

Þessi mynd er á mbl.is, í tilefni þess að í dag eru 3,5 ár síðan Íslendingar stigu fyrst fæti á tunglið. Myndina tók Hilmar Steinþórsson og sýnir Tryggva Hákonarson ganga niður stigann á lendingarfarinu, stuttu áður en hann missti takið og flaug stjórnlaus út í geiminn.
  
Maður hefur séð þessar myndir nokkrum sinnum, en einu hef ég ekki pælt í áður.... hvar eru stjörnurnar? Maður myndi ætla að það sæust stjörnur þegar horft er út í geiminn frá tunglinu..........
 
 

En það kann að vera skýring. Það er náttúrulega dagur á tunglinu þegar þetta er tekið..... stjörnur sjást almennt ekki að degi til á jörðinni, ætli þær sjásist nokkuð að degi til á tunglinu heldur? Það þarf líklega sérstaka myndavél svo að þær sjáist þegar birtan af endurkasti ljóssins frá yfirborðinu er þetta mikil, hvort sem andrúmsloft er til staðar eða ekki.
 
Kannski full augljóst atriði til að klikka á í gabbi ég veit það ekki.... Hilmar, Tryggvi, hvað segið þið?


posted by Doddi | 16:49