"Óskað var eftir aðstoð lögreglu og sjúkrabifreiðar að Golfvellinum í Grindavík um kl. 15 í dag. Þar hafði golfiðkandi slegið golfkúlunni í stein, sem endurkastaði henni í höfuð hans. Hann hlaut skurð á augabrún og var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja undir læknis hendur".
Ég hef staðið á þeirri meiningu að golf sé hættulítið sport en kannski verð ég að fara að endurskoða þá afstöðu.
p.s tek það fram að ég var ekki að spila golf á þessum degi.
posted by Hrafnkell |
14:07