fimmtudagur, september 23, 2004
Hasar í Landsbankanum.
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt í vinnunni, en nú rétt áðan var ég að upplifa smá hasar hérna niðri í bæ. Eins og allir vita þá er fullt af rónum á Austurstræti og er vinsælt hjá þeim að hanga á Kaffi Austurstræti og fá sér í tána. Einstaka sinnum villast þeir þó inní bankann þar sem öryggisvörður tekur oftast á móti þeim og vísar þeim út. En í dag missti gæslan af einum rónanum og var hann kominn á 2.hæð þar sem ég hef aðsetur. Hann kemur inn með blaðabunka með sér og hann segist vera að fara hitta Björgólf. Þegar við sögðum að það væri ekki hægt þá stendur hann yfir einum manni sem ég er að vinna með og segist róninn ætla að berja úr honum tennurnar, slá hann í rot, fleygja pappírunum sem hann hélt á framan í hann, láta reka hann og fleiri hótanir í þeim dúr. Þetta endaði með því að starfsmaðurinn sem hann var að hóta fékk nóg af bullinu, stóð upp, tók í hann, og fleygði honum út sjálfur.
Já, það er stuð í bankanum.
Landsbankinn,
banki allra landsmanna, nema róna :)