fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Hjálp.......ég er svo þunnur
Ég var í smá hádegisgöngutúr í dag í kringum tjörnina, síðan þegar ég var kominn niður á Austurstræti á leiðinni í bankann þá hitta ég á einn róna sem byrjar að ræða við mig.
"Sigurður heiti ég og datt ég rosalega í það í gær, málið er að ég er svo þunnur og vantar mig pening fyrir afréttara. Ég er með 200 kr en bjórinn kostar 210 kr þannig að mig vantar bara 10 kall, áttu einhvern pening fyrir mig?"
Þar sem ég er einungis með debetkort þá neitaði ég pent og kvaddi hann. Kurteis maður með eindæmum, og ef ég hefði haft 10 kall á mér þá hefði ég gefið honum það bara útaf kurteisinni. Það mættu fleiri rónar taka hann til fyrirmyndar.
posted by Hrafnkell |
14:23