Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, desember 10, 2004  

Fréttir

Finnst ykkur stundum vera leiðinlegt í fréttum? Ef svo er þá er Dúdúfuglinn sammála (fyrir utan kannski fréttirnar hans Reynis), og hann er með tillögu handa öðrum fréttamönnum:

Fréttir af mér

posted by Doddi | 13:39


fimmtudagur, desember 09, 2004  

Lag dagsins.... fjallar um hjónabandið

Dúddúfuglinn vill endilega tjá sig um einkalífið.... Reynir, þessi skilaboð eru til þín..... frá konunni.

Lagið er hérna: Hjónaband

posted by Doddi | 19:09


miðvikudagur, desember 08, 2004  

Reynir skuldar pening

Jæja, komiði sæl.

Í dag ætlar Dúddúfuglinn að vera með nýjung á nördunum, hann ætlar að gleðja eyrað með smá trúbador-tónlist.

Lagið í dag fjallar um hann Reyni, sem heldur að hann sé eitthvað sniðugur að vera að dreifa eldingarsögum um mig á internetinu. Mig minnir að Dúddúfuglinn hafi lánað Reyni pening um daginn, en ekki hefur hann verið duglegur í skilum (eða þannig..... ég segi ekkert um hvort það sé satt)

Lagið getið þið nálgast hérna.

posted by Doddi | 14:51


mánudagur, desember 06, 2004  

Hver þarf sæng þegar maður hefur..............leikfangabíl?

Ég kíkti aðeins á djammið á laugardagskvöldinu, fékk mér aðeins í glas og var í góðum fíling með félögunum. Var flakkað á milli staða m.a Nasa, Thorvaldsen, Hressó og endað á Hverfisbarnum, en hvað um það. Ástæðan fyrir skrifum mínum er showið sem ég sýndi heima morguninn eftir. Ég svaf frammi í stofu og þegar Guðfinna kom fram þá ákvað hún að vekja mig til að ég gæti farið uppí rúm og verið þar í friði fyrir hávaða í sjónvarpi og Benna. Guðfinna reynir að vekja mig en ég rumska ekki, reynir aftur og ekkert gerist. Því næst ákveður hún að taka sængina af mér (það bragð hittir alltaf í mark) og byrja ég að leita að sænginni, hreyfi hendurnar í allar áttir og finn ekki neitt enda nennti ég ekki einu sinni að opna augun. Á endanum náði ég í skálmarnar á náttbuxum Guðfinnu sem stóð yfir mér og reyndi ég að toga skálmina yfir mig í þeirri von að þetta væri sængin mín en það gekk ekki eftir.

En ég var ekki búinn, ég held áfram að leita eftir sænginni minn og núna fór ég í gagnstæða átt frá Guðfinnu....... og náttúrulega ennþá hálfsofandi með lokuð augun og nær þar taki á stórum leikfangabíl sem við gáfum Benna í afmælisgjöf, set hann yfir mig og held áfram að sofa enda ekkert þægilegra en leikfangabíl þegar manni er kalt á nóttunni.

Það þarf kannski ekkert að taka það fram en á meðan var Guðfinna að grenja úr hlátri yfir öllum tilburðum mínum og hafði hún gaman að segja mér frá þessu enda mundi ég ekkert eftir þessu þegar ég loksins vaknaði.

posted by Hrafnkell | 11:28