fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Eins gott að vera búinn með námið úti í USA.
Það voru ekki skemmtilega fréttir sem við fengum frá Burlington, Vermont. Nú í vikunni þá dó einn ungur strákur, 23 ára gamall og aðrir 9 veiktust, þar af 2 lífshættulega þegar gasleiðslur láku í húsi. Og viti menn........einmitt húsið sem við bjuggum í fyrsta árið.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Gaf sjálfum sér rauða spjaldið og flautaði af
Hilmar Steinþórsson gaf sjálfum sér rauða spjaldið í leik á dögunum og flautaði leikinn í kjölfarið af. Hann gaf sér rautt fyrri að ráðast á Hrafnkel Helgason í deilum um mark.
Hilmar sem er 27 ára gamall sagði: ,,Þetta var mjög ófagmannlegt. Ef leikmaður gerði þetta þá myndi ég reka hann af velli, svo ég varð að fara."
Atvikið átti sér stað Fylkisvelli í leik Fylkis og KR þegar 63 mínútur voru liðnar af leiknum.
Hrafnkell sem er 27 ára gamall mótmælti fyrsta marki KR sem kom þeim í 2-1 og sagði að brotið hafi verið á leikmanni áður en markið var skorað. Hilmar brást reiður við, henti niður spjöldunum og flautunni og strunsaði að leikmanninum. Hann róaði sig svo niður, flautaði leikinn af og gekk af velli.
Hilmar, sem er annars tölvunarfræðingur hafði svosem góðar ástæður fyrir því að vera ekki í góðu skapi þennan dag en tengdafaðir hans hafði flengt hann um morguninn, konan var á túr og Doddi nennti ekki að horfa á spólu með honum kvöldið áður.
,,Ég hætti eftir þetta og eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að dæma. ég heyrði Hrafnkel segja, -Það er alltaf sama vitleysan hjá ykkur dómurunum, við fáum aldrei neitt, -Þetta var síðasta stráið. Til allrar lukku fékk ég hinsvegar vitið."
Hann hefur beðið deildina afsökunar og mál hans er í skoðun.
posted by Hrafnkell |
11:48