sunnudagur, febrúar 13, 2005
Margt er undarlegt til í heiminum, og eitt er hægt flokka í þann flokk með mikilli vissu: Réttarkerfið í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þessa geðveiki varðandi refsingar á sakamönnum og ekki virðist það breyta miklu um glæpatíðni að hafa svona harðar refsingar. Þar sem dauðarefsingum er beitt lækkar tíðni morða og alvarlegri glæpa nefnilega ekki.
Þetta er bara annar handleggurinn á málinu, hinn er hvað þeir eru snargeggjaðir þegar þeir meðhöndla mál sem varða börn og unglinga. Um daginn var frétt í sjónvarpinu um fjögurra ára dreng sem settist í bíl mömmu sinnar og ók út í sjoppu. Maður var nánast hissa á því að þeir hafi ekki stungið honum inn, miðað við hvernig þeir hafa látið hingað til.
Aron Pálmi, Íslenskur drengur sem býr í Texas, framdi kynferðisbrot þegar hann var 11 ára gegn yngri dreng. Víðast í hinum vestræna heimi hefði brotið verið afgreitt sem óvitaskapur, en neeeeii, ekki í Texas í Bandaríkjunum. Hann var látinn sitja 7 ár í rammgerðu fangelsi, af hinum 10 ára dómi sem hann fékk. Fyrir tveimur árum var hann svo færður í þriggja ára stofufangelsi. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann, og má þá aðeins fara út í búð eða í þvottahúsið. Ég man þegar ég var 10-11 ára og bjó á Flórída. Maður var krakki, rétt að byrja að læra að fóta sig í lífinu. Að hugsa sér að gera þá eitthvað af sér í óvitaskap, og sitja frammi fyrir 10 ára fangelsisdóm (óskilorðsbundnum) í rammgerðu fangelsi!! ERU ÞESSIR MENN GJÖRSAMLEGA VITSTOLA!?! Ekki nóg með það að þeir dæma barn í fangelsi, heldur það í 10 ár! Við vitum öll hvað æskan er lengi að líða. 10 ár fyrir 11 ára barn eru eins og 30 ár fyrir mann um þrítugt.
Ég vona að fréttirnar í dag hafi vakið fleiri en mig til umhugsunar um þetta mál. Það þarf eitthvað að gera fyrir drenginn, það er alveg ljóst. Davíð Oddsson, togaðu í einhverja strengi!
posted by Doddi |
20:32
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Smá bankahúmor!!!!
Tek það fram að þetta gerðist ekki í Landsbankanum :)
Maður kemur inn í banka og eftir að hafa beðið í röð í tuttugu mínútur án
þess að hafa þokast nokkuð áfram að ráði fer hann til þjónustufulltrúa og
segir, "heyrðu kelling, ég er með ávísun sem að ég þarf að leggja inn, en
það fucking kemur ekki til mála að ég bíði eina helvítis mínútu í viðbót í
þessari andskotans röð." "Heyrðu nú mig," segir þjónustufulltrúinn, "ég líð
ekki svona munnsöfnuð hérna í þessum banka." "Jæja fyrirgefðu, en þessi
djöfullsins ávísun er ekki að fá neina helvítis vexti á meðan einhver
frussutussa eins og þú röflar yfir því hvernig ég tala." "Herra minn, ég
þarf ekki að sitja undir svona svívirðingum." "Jæja kallaðu þá bara í
helvítis bankastjórann, ég meina hvaða fucking kjaftæði er þetta eiginlega?"
Bankastjórinn er kallaður til og spyr þegar að hann kemur, "hvað virðist
vera vandamálið?" Konan segir, "þessi maður eis yfir mig svívirðingunum og
ég vil bara ekki þurfa að sitja undir þessu." Þá segir maðurinn, "Hey, það
eina sem ég þarf að gera hér í þessum djöfullsins skíta banka er að leggja
inn þessa 500 milljón króna helvítis ávísun."
Bankastjórinn lítur á ávísunina og svo á manninn og segir, "og þessi
helvítis tík vill ekki hjálpa þér"
posted by Hrafnkell |
10:50