Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


miðvikudagur, febrúar 16, 2005  

Jæja Jæja

Þá er komið að því HA

Á laugardaginn kemur ætla nördar bæjarins að mála bæinn rauðan (fyrir utan íþróttanördið sem verður málað rautt).

Formaður öryggismála í Hrafnhólum 6 hefur tekið sér frí frá önnum sínum og er að skipuleggja nördakvöld næstkomandi laugardag og verður það örugglega rosalegt enda allt mjög öruggt sem að þessi maður tekur sér fyrir hendur.

Og eitt er alveg öruggt að þetta verður örugglega öruggasta skemmtun sem haldin hefur verið.

Öruggar stundir

posted by Hilmar | 09:27


þriðjudagur, febrúar 15, 2005  

DUI!!!!!

Komiði sæl og blessuð kallar og kellingar til sjávar og sveita.

Það verður stutt blogg í dag vegna anna í vinnu.

Smá svona skandall með Mr. Gudjohnsen litu dagsins ljós. Hvað á að gera? Flengja hann eða bara láta hann gefa manni smá pening? Aðrar refsingar óskast.

posted by Hrafnkell | 16:16


sunnudagur, febrúar 13, 2005  

Margt er undarlegt til í heiminum, og eitt er hægt flokka í þann flokk með mikilli vissu: Réttarkerfið í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvaðan þeir hafa þessa geðveiki varðandi refsingar á sakamönnum og ekki virðist það breyta miklu um glæpatíðni að hafa svona harðar refsingar. Þar sem dauðarefsingum er beitt lækkar tíðni morða og alvarlegri glæpa nefnilega ekki.

Þetta er bara annar handleggurinn á málinu, hinn er hvað þeir eru snargeggjaðir þegar þeir meðhöndla mál sem varða börn og unglinga. Um daginn var frétt í sjónvarpinu um fjögurra ára dreng sem settist í bíl mömmu sinnar og ók út í sjoppu. Maður var nánast hissa á því að þeir hafi ekki stungið honum inn, miðað við hvernig þeir hafa látið hingað til.

Aron Pálmi, Íslenskur drengur sem býr í Texas, framdi kynferðisbrot þegar hann var 11 ára gegn yngri dreng. Víðast í hinum vestræna heimi hefði brotið verið afgreitt sem óvitaskapur, en neeeeii, ekki í Texas í Bandaríkjunum. Hann var látinn sitja 7 ár í rammgerðu fangelsi, af hinum 10 ára dómi sem hann fékk. Fyrir tveimur árum var hann svo færður í þriggja ára stofufangelsi. Hann má ekki fara út fyrir hússins dyr nema hafa staðsetningartæki bundið um ökklann, og má þá aðeins fara út í búð eða í þvottahúsið. Ég man þegar ég var 10-11 ára og bjó á Flórída. Maður var krakki, rétt að byrja að læra að fóta sig í lífinu. Að hugsa sér að gera þá eitthvað af sér í óvitaskap, og sitja frammi fyrir 10 ára fangelsisdóm (óskilorðsbundnum) í rammgerðu fangelsi!! ERU ÞESSIR MENN GJÖRSAMLEGA VITSTOLA!?! Ekki nóg með það að þeir dæma barn í fangelsi, heldur það í 10 ár! Við vitum öll hvað æskan er lengi að líða. 10 ár fyrir 11 ára barn eru eins og 30 ár fyrir mann um þrítugt.

Ég vona að fréttirnar í dag hafi vakið fleiri en mig til umhugsunar um þetta mál. Það þarf eitthvað að gera fyrir drenginn, það er alveg ljóst. Davíð Oddsson, togaðu í einhverja strengi!

posted by Doddi | 20:32