Það varð nú ekki mikið úr þessu matarplönum okkar þarseinasta laugardag þannig að það verður gerð önnur tilraun til nördahittings næstkomandi föstudag.
Ætlunin er að hittast í Rauðásnum og horfa á Idolið með báðum augum og drekka mjöð með rassinum.
Hvernig er stemmarinn fyrir því?
Fleygar Idol setningar
"Ég er sammála"
"Þetta var nú ekki besta frammistaðan þín í keppninni"
"Þetta var mat dómnefndar og þarf á engan hátt að endurspegla mat þjóðarinnar"
Munið þið eftir fleiri setningum?
posted by Hilmar |
16:26