Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, apríl 01, 2005  

Vísindahornið: Brautryðjandi typpatækni

27 ÁRA Íslendingur, Hilmar Steinþórsson, er fyrsti maðurinn sem notið hefur góðs af nýjum tölvubúnaði sem getur lesið hugsanir getnaðarlima, að því er fram kemur á fréttavef nörda.

Hilmar gekkst undir skurðaðgerð á Gand-sjúkrahúsinu í Svíþjóð í fyrra. Kísilflögu var þá komið fyrir í kóngi hans. Kóngurinn sendir hugsanir sínar í tölvu sem les úr þeim og gerir honum kleift að stjórna tækjum og hlutum sem hann þarf á að halda, t.d. gervipíkum. Kóngurinn getur t.a.m. kveikt eða slökkt á gervipíkum með hugsuninni einni, aukið hraðann og stillt herpistigið.

Í búnaðinum eru um 100 örþunn rafskaut sem grædd voru í það svæði kóngsins sem stjórnar hreyfingum líkamans. Þetta mun skýra undarlega danstakta Hilmars undanfarið.

posted by Doddi | 17:34
 

Vísindahornið: Vélar allsnægta eða vélar eyðileggingar?

Jæja Hrafnkell, nú skaltu gleðjast, því þú færð loksins að fræðast meira um nanótækni.

Vísindamenn óttast að takist mönnum að smíða nanóvél sem getur brotið niður efnin í umhverfi sínu (molecular disassembler) og nýtt þau til fjölgunar (replication) séum við að stofna jörðinni í mikla hættu. Nái nanóvél af ákveðinni tegund að fjölga sér óstjórnlega er fátt sem getur stöðvað hana. Það gilda ekki sömu reglur um takmörkun á fjölgun slíkrar "lífveru" og annarra, því hún er gerð úr efnum sem eru margfalt sterkari en efni lífveranna í kringum hana. Samkeppnin er því engin og gnótt er af efnunum sem hún þarf. Það er til kenning sem nefnd er á ensku "gray goo theory" sem kalla mætti "grádrullukenninguna" á íslensku. Hún felst nokkurn vegin í þessu: Ef ekki er farið mjög gætilega við þróun á nanótækni gæti hún stofnað plöntum, sveppum, frumdýrum, dreifkjörnungum, dýrum, manneskjum og öllu því sem við metum einhvers í hættu. Manngerðir gerlar, hannaðir úr sterkum efnum, gætu fjölgað sér svo hratt að lífhvolfið yrði að ryki á nokkrum dögum. Hættulegar afritunarvélar gætu auðveldlega orðið það sterkar, litlar og hraðfjölgandi að illmögulegt væri að stöðva þær - amk. ef við myndum ekki undirbúa okkur. Við eigum í nógu miklum vandræðum með vírusa og ávaxtaflugur.

Gray goo:


Sönnun þess að hægt sé að búa til nanóvélar sem hafa þann eiginleika að fjölga sér liggur í lífinu sjálfu: Ríbósóm er sú nanóvél sem náttúran sjálf hefur þróað. Hún er eins konar verksmiðja sem framleiðir prótein samkvæmt leiðbeiningum DNA og hefur því mikilvægan þátt í fjölgun frumna.

Ríbósóm, sönnun þess að hægt sé að búa til sjálffjölgandi nanóvélar:


Hvernig fjölga frumur sér? Lífrænar vélar þeirra afrita erfðaefnið, sem aftur stýrir ríbósómum þeirra til að smíða aðrar lífrænar vélar úr einföldum mólikúlum. Þessar nanóvélar og þessi mólikúl eru geymd í vökvafylltum poka. Himna þessa poka, frumuhimnan, hleypir inn orkugefandi mólikúlum og uppbyggingarefnum fyrir fleiri lífrænar vélar, DNA, himnur o.sv.frv. Himnan sleppir líka út nýttu eldsneyti og umframefnum. Fruma fjölgar sér með því að afrita þá hluti sem eru inni í pokanum, flokka þá í tvo klumpa og "klípa" síðan pokann í tvennt. Manngerð nanóvél gæti unnið á svipaðan hátt, en myndi nota samsetningarvélar í staðinn fyrir ríbósóm. Það væri hægt að ganga enn lengra og hanna nanóvélar sem væru ekkert líkar þessari upsetningu, en miklu öflugri.

Stökkbreyting og úrval náttúrunnar gæti ekki þróað tölvustýrða, mekaníska nanóvél úr ríbósómum frekar en hrossaræktarmaður bíl úr hesti. Samt sem áður höfum við búið til bíla, og við munum líka læra að búa til nanóvélar sem eru hæfari en núverandi frumur lífsins.

Nanóvél sem vinna á inni í líkamanum:

posted by Doddi | 12:39
 

Vísindahornið: Tölva sem les hugsanir manns

25 ÁRA lamaður Bandaríkjamaður, Matthew Nagle, er fyrsti maðurinn sem notið hefur góðs af nýjum tölvubúnaði sem getur lesið hugsanir manna, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC.

Nagle lamaðist fyrir fjórum árum og gekkst undir skurðaðgerð á Sinai-sjúkrahúsinu í Massachusetts í fyrra. Kísilflögu var þá komið fyrir í heilanum. Hún sendir hugsanir Nagle í tölvu sem les úr þeim og gerir honum kleift að stjórna tækjum og hlutum sem hann þarf á að halda. Nagle getur t.a.m. kveikt eða slökkt á sjónvarpinu með hugsuninni einni, skipt um rás og hækkað eða lækkað í tækinu.

Í búnaðinum eru um 100 örþunn rafskaut sem grædd voru í það svæði heilans sem stjórnar hreyfingum líkamans.

Þetta kemur fram á mbl.is - Ég verð að segja að þetta er nokkuð svalt, hrein cybernetics þarna í gangi. Hvenær koma þeir svo með exoskeleton?

posted by Doddi | 12:28
 

Vinningur (handa ykkur)

Ég var svo heppinn að vinna tvo miða til Kaupmannahafnar ásamt 20.000 kr í gjaldmiðli á visir.is í gær! Því miður hittir ferðin á fyrstu helgina í júní, en það er þá sem hann Níels mágur minn heldur upp á fertugsafmæli. Ég og Atli frændi hlutum þann heiður að fá að vera veislustjórar í þeirri veislu. Ég hef því ákveðið að gefa miðana þeim sem kemur með besta brandarann að mínu mati í "comments" hér fyrir neðan. Komiði nú með djókið, og látið hugsanir um snargeggjaðar nætur í Köben hvetja ykkur á meðan!

posted by Doddi | 06:28


fimmtudagur, mars 31, 2005  

Brandari daxins!!!

A skinny little white guy goes into an elevator, looks up and sees this HUGE African American guy standing next to him. The big guys sees the little guy staring at him, looks down and says:
"7 feet tall, 350 pounds, 14 inch penis, 1 pound left testicle, 1 pound right testicle,...Turner Brown."

The small man faints dead away and falls to the floor. The big guy kneels down and brings him to, shaking him. The big fellow says, "What's wrong with you?" In a weak voice the little guys says, "What EXACTLY did you say to me?"

The big dude says, "I saw the curious look and figured I'd just give you the answers to the questions everyone always asks me. I'm 7 feet tall, I weight 350 pounds, I have a 14 inch penis, my left testicle weighs 1 pounds, my right testicle weighs 1 pounds and my name is Turner Brown."

The small guy says, "Turner Brown?"
Thank God! I thought you said "Turn around."



Og eitt í viðbót, það er oft þannig að þegar er verið að taka spólu þá er búið að sjá allt. Hinsvegar hitti ég á eina rosalega sem ég hef ekki séð og væri gaman að horfa á í góðra vina hópi....hver er til????

posted by Hrafnkell | 21:27


miðvikudagur, mars 30, 2005  

RSK

Ég veit ekki neitt skemmtilegra en að fylla út skattskýrslu, kannski ekkert skrítið að maður biðji um frest og klárar hana síðan á síðasta skiladegi.

Það er líka gaman að lesa þessa skattabæklinga sem eru sendir heim.....kemur eitthvað sem ég skil ekki, kíki þar af leiðandi á útskýringar og er nákvæmlega engu nær, ruglar þetta bara enn frekar.

jæja,ætla að reyna að klára þetta drasl.

posted by Hrafnkell | 20:38