Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


laugardagur, ágúst 20, 2005  

Sandrok og kuldi

Sandrokið var að gera okkur brjálaða í dag. Það er erfitt að liggja og miða þegar sandurinn sópast aftur og aftur í augun á manni. Ég er ennþá núna þegar ég skrifa þetta að ná kornum úr augunum eftir daginn. Annars fékk ég ekkert merkilegt að gera í dag... og eins og staðan er núna má ég þakka fyrir ef ég sést yfirhöfuð í myndinni :-) Ég fékk þó prik í dag hjá vopnavörðunum fyrir að hugsa vel um rifflana sem ég hef fengið. Vonandi fæ ég því eitthvað almennilegt á morgun.... B.A.R. vélbyssu með púðurskotum til dæmis.



Ef ég fæ ekkert almennilegt þá ætla ég að klæða mig upp sem Tusken Raider og bíða átekta nálægt tökusvæðinu. Um leið og ég heyri "ACTION!" á mikilvægri senu ætla ég að rísa upp á sandhólunum fyrir ofan svæðið og öskra eins og þeir gera alltaf í Star Wars.

Annars sat ég í sandpytti í dag ásamt Barry Pepper og fleirum. Tók ekki eftir því strax þó, og spjallaði nú ekki við hann. Tveir statistar voru víst reknir í fyrradag fyrir að áreita aðalleikarana í matartíma. Þeir laumuðust inn í crew-tjaldið og átu með aðalleikurum, en það endaði ekki betur en svo einn þeirra sló til Pepper með gervifiski. Þeir voru látnir fara með því sama (skiljanlega).



Fúll yfir að hafa fengið fisk í andlitið.

Mæti aftur kl 7:30 í fyrramálið... það verður ekkert ekkert ekkert ekkert ekkert fyllerí í kvöld. Kveðja, Doddi

posted by Doddi | 00:21


föstudagur, ágúst 19, 2005  

Örstutt um daginn í dag (gær, það er víst komið yfir miðnætti)

Í nótt OUCH mikill verkur í tannrót fékk dóp hjá tannsa og fór í orrustu. Var eins og dópaður fíkill í dag. Hent í búning, byssupúðri klínt í andlitið á mér, riffli þrýst í lófa mér (og ekkert skothylki... minnir á Rússahernað). Erfiður dagur út af stanslausum sársauka. Hljóp um þjakaður þrúgandi verki en þraut mína kunni enginn né vildi gútera. Illra tannlæknanna ólyfjan grimmri, en minn ömurleik kalla menn vesöld einbera. Hljóp upp brekku, sprenging rétt hjá mér, hátt suð í eyrum á eftir. Átti að henda mér í jörðu og byrja að grafa (eins og venjulega). Fæ vonandi að gera eitthvað meira spennandi næst! Platoon leader var settur í APC sem sjór ruddist yfir aftur og aftur og rennbleytti alla um borð. Eastwood fylgdist með og lét þá gera senuna aftur og aftur og aftur uns hermennirnir um borð voru skjálfandi eins og hríslur. Þarf að vakna klukkan hálf sjö -stopp- Læt heyra í mér á morgun -stopp-

Kveðja,
Dúddú

posted by Doddi | 01:23


fimmtudagur, ágúst 18, 2005  

Sælir lesendur góðir,

ávallt ánægjulegt þegar það lifnar aðeins við bloggsíðunni, ástandið var orðið þannig að maður var hættur að kíkja á síðuna því maður vissi að ekkert nýtt væri komið en auðvitað tek ég á mig einhverja sök í þessu máli.

En hvað um það, ég fékk fyrir stuttu link á mjög skemmtilega síðu, þó svo að ég þekki manneskjuna ekki neitt þá eru tvær sögur á blogginu hennar sem eru mjög fyndnar og mæli ég með þeim hér og nú. Það eru sögurnar "Húsakaup" og "Glasgow 2004".

Ég skellti upp úr nokkrum sinnum en það er svo sem ekkert að marka mig..................fæ mín hlátursköst útaf engu en allavega góða skemmtun.

posted by Hrafnkell | 14:31


miðvikudagur, ágúst 17, 2005  

Fréttir af vesturvígstöðvunum

Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég undanfarna daga verið í sadistahlutverki í tökum á klámmyndinni Fags of our Fathers. Nei bíddu nú við, eitthvað vitlaust hjá mér. Byrjum aftur.

Fyrir þá sem ekki vita þá hef ég undanfarna daga verið í statistahlutverki í tökum á stríðsmyndinni Flags of our Fathers. Ég er búinn að mæta tvisvar hingað til og er bara nokkuð ánægður með minn hlut. Ég er hluti af 12. platoon, sem upphaflega virtist vera minnsta og ómerkilegasta sveitin á svæðinu. Fyrsta daginn vorum við líka með frekar undarlegan foringja, sem var valinn sjálfkrafa af því að hann var númer eitt, þó að hann vildi það ekki. Hann var ekki að taka þessu hlutverki mjög alvarlega. Á meðan hinir sveitaforingjarnir voru öskrandi "FACE LEFT!" og "FORWARD MARCH, HEDD TWO THREE FOUR, HEDD TO THREE FOUR", stóð þessi fyrir framan okkur með disk fullan af kökum og sagði með fullan munninn "jæja, snúið til hægri eða eitthvað". Stýrði okkur svo snilldarlega að við gengum beint inn í hliðina á öðru platoon, og lét okkur bakka út úr henni aftur.

Þessi fyrsti dagur var ekki merkilegur, hann fór í að finna á okkur föt, fara í klippingu og svo tók við stanslaust hangs í fleiri fleiri klukkutíma. Á mánudaginn var aftur á móti heppnin með okkur, því við fengum þá loksins eitthvað almennilegt að gera. Gamli foringinn mætti ekki og við völdum þá elsta manninn í hópnum sem hinn nýja platoon leader (rúmlega fertugur). Til að byrja með leit þetta ekki vel út, við vorum hafðir hægra megin (right flank) þar sem engar myndavélar voru sjáanlegar og engar sprengingar heldur. Eftir matinn leit út fyrir að við yrðum skyldir út undan, því öll platoon voru komin á einhverja staði nema við. Þá loksins kom það sem við biðum eftir. Eastwood benti á okkur og hershöfðinginn kom labbandi frá honum og sagði "ALL RIGHT LISTEN UP! WE NEED YOU FOR SOME SPECIAL ROLES! FOLLOW ME! GO! GO! GO! GO!" Okkur var raðað hér og þar og látnir gera alls konar hluti. Ég ásamt nokkrum öðrum var látinn hlaupa rétt fram hjá myndavélunum, henda mér í sandinn, rífa upp skóflu og byrja að moka holu (grafa mig í sandinn semsagt). Einn félaga minna var óvart felldur, og það munaði engu að hann lenti á stærstu myndavélinni í einni æfingunni. Hann fékk meira að segja skammir frá Eastwood (það fá sko ekki allir svoleiðis maður! Vá!). Einn í liðinu okkar var klesstur út í blóði og látinn vera særður. Eastwood bað hann um að titra svolítið og emja. Annar var látinn henda sér niður og skríða þar til risastór sprenging sprakk rétt hjá honum. Ég er að tala um bombu sem maður finnur höggbylgjuna af í 200 m fjarlægð. Nokkrir voru látnir hlaupa og sprakk þá önnur svona bomba alveg við hliðina á þeim þannig að þeir hentu sér í jörðina. Þetta var semsagt brillíant dagur hjá tólftu sveitinni og öllum öðrum held ég.

Ég vona að ég geti mætt aftur, ég er nú þegar farinn að sakna 60 ára gamla Garand-riffilsins míns og byssustingsins sem þeir létu mig fá. Eastwood hefur nú þegar hringt í mig þrisvar að reyna að fá mig til að mæta oftar. Ég sagði honum bara að vinnan gengi fyrir, hann verður bara að skilja það.

posted by Doddi | 10:53