föstudagur, september 23, 2005
Fimm gjörsamlega tilgangslausar staðreyndir um Dodda
1. Mér finnst gaman að kveikja bál (þó ekki í húsum eða öðrum eigum fólks!). Þegar ég var á aldrinum 6-11 ára kveikti ég að meðaltali 3-4 bál á viku úti í móa.
2. Ég er með stóran fæðingablett á vinstri fætinum sem ég reyndi oft að skrapa af þegar ég var lítill.
3. Ég kann að flauta með opalpakka.
4. Ég var þekktur fyrir að leika risaeðlur og risaeðlufugla þegar ég var lítill.
5. Ég er haldinn ýmis konar þráhyggju eins og t.d: Ef eitthvað kemur við mig öðru megin (t.d hnéð eða úlnliðinn) verð ég stundum að koma við mig hinum megin til þess að jafna það út. Þá er það kannski of mikið þeim megin (eða of lítið) og ég þarf að banka í mig þeim megin eða hinum megin aftur og svo koll af kolli þangað til ég missi vitið. Oftast vakna ég umkringdur mönnum í hvítum sloppum eftir slæm svona köst.
Ég er með haug af öðrum tilgangslausum staðreyndum, en þær áttu víst bara að vera fimm.
Koma svo restin af nördum, það er búið að klukka ykkur! Tryggvi, þú ert með fullt af góðum tilgangslausum staðreyndum, getur farið í splitt og segir "dinckla" í staðinn fyrir "dingla". Hrafnkell, þú hatar ber og getur drukkið vodka dry. Koma svo! Úgg.
posted by Doddi |
12:41
fimmtudagur, september 22, 2005
Klukkeríklukkeríklukk........
Jæja nýjasta æðið er víst að klukka fólk á netinu en það gengur út á það að sá sem er klukkaður þarf að gefa upp 5 tilgangslausar staðreyndir um sjálfan sig og klukka síðan einhverja aðra.
Ég var sem sagt klukkaður af henni Öbbu þannig að here goes.....
1. Ég virðist ekki geta vaknað fyrir klukkan 9 á morgnana. Samt stilli ég vekjaraklukkuna alltaf á 8 og snooza til 9. Af hverju ekki bara að stilla hana á 9 og fá að sofa klukkutíma lengur?
2. Ég get verið alveg ótrúlega gleyminn þá sérstaklega varðandi afmælisdaga. Reyndar hefur GSM síminn minn bjargað mér aðeins varðandi þetta.
3. Ég kann ekkert að elda!!! (Staðreynd sem kom berlega í ljós þegar ég fór að búa einn, náði að gera spaghetti að einum stórum hveitiköggli!! Smakkaðist samt ágætlega reyndar). Ætla samt að ráða bót á þessu og kaupa mér Jamie Oliver bækurnar og prófa mig áfram.
4. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að ferðast og er búinn að gera mikið af því undanfarið. Stefni að því að prófa að búa einhversstaðar úti í náinni framtíð (hef reyndar stefnt að því núna í 8 ár).
5. Ég virðist geta borðað hvað sem er án þess að þyngjast. Hef verið að reyna að þyngja mig allt mitt líf án árangurs. Hef meðal annars prófað að drekka pela af rjóma á dag og fæ ennþá klígju þegar ég hugsa um það.
Jæja ekki merkilegar staðreyndir enda er það víst hugmyndin með þessu.
Ég ætla að klukka restina af nördunum.... koma svo NÖRDAR!!!
posted by Hilmar |
11:58