Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


miðvikudagur, október 26, 2005  

Godt dag!!!

Jæja þá er maður kominn heim eftir flotta ferð til Danmerkur seinustu helgi. Það er óhætt að segja að maður hafi notað tímann vel til þess að versla,drekka,borða,labba,syngja,dansa,vinna,sofa.... eða reyndar var lítið sofið.

Eins og áður segir náði ég að versla ansi mikið þarna úti og keypti ég meðal annars 2 gallabuxur,4 peysur, 1 jakka, 10 sokkabuxur.... ehhh handa Guðfinnu reyndar. En það flottasta sem ég keypti var nýji Ipod Nanoinn!! Flottasta græja sem ég hef átt...sjá mynd.



En það er víst komið að því að Tryggvi haldi upp á fæðingardaginn sinn. Er ekki spurning um að toppa allar gjafirnar sem við höfum gefið honum hingað til þó það sé erfitt.. hver man ekki eftir frosna kjúklingnum og smokknum eða rassavíbradornum/yddaranum. Hvet alla nörda til þess að leggja hausinn í bleyti og koma með góða hugmynd að gjöf handa Tryggva.

med venlig hilsen
hix

posted by Hilmar | 15:13


þriðjudagur, október 25, 2005  

Fyrirlestur

Laugardaginn 29. október kl.14:00

Tryggvi Hákonarson flytur fyrirlestur í fyrirlestraröðinni "Useful Alteration Spells".

Tryggvi mun fyrst fjalla um nytsemi "Levitate" og "Dimension Door" við flutninga. Einnig mun hann ræða um hvernig má nota "Teleport Without Error" til þess að minnka umferðarþunga og nytsemi "Leomund´s Secure Shelter" við slysavarnir á sjó og á landi.
Fyrirlestur Tryggva fjallar um forsendur slíkra spells, en hann mun leitast við að varpa ljósi á þær forsendur sem þurfa að vera til staðar til að not séu fyrir þá. Hann mun skoða tengsl meðvitundar, hugsunar og greindar frá mismunandi skilgreiningum á alternation spell-flokknum.

Fyrirlesturinn verður í Nexus og hefst stundvíslega klukkan 14. Ókeypis pizza og Mountain-Dew í boði.

posted by Doddi | 10:23


mánudagur, október 24, 2005  

Endalok karlkynsins á Íslandi

Karlmenn! Sjáiði ekki hvað er að gerast! Konur landsins safnast saman núna klukkan rúmlega 14:00 og fara allar á sama stað einhvers staðar niðri í bæ. Þær munu síðan allar fara ofan í neðanjarðarbyrgi þar sem þær eru öruggar á meðan kjarnorkubombu er varpað á Reykjavík! SJÁIÐI EKKI HVAÐ ÞÆR ERU AÐ GERA!! ÞÆR ERU AÐ LOSNA VIÐ KARLMENN LANDSINS! AFGANGURINN VERÐUR NOTAÐUR TIL ÞRÆLDÓMS OG ÖRFÁIR TIL FJÖLGUNNAR. KARLMENN FLÝIÐ!!! FLÝIÐ ÚR REYKJAVÍK!!!!

posted by Doddi | 14:06