föstudagur, nóvember 18, 2005
Hélt lífi með því að drekka hland
Íslenskur bankastarfsmaður, Hrafnkell Helgi Helgason, sem lokaður var inni í svefnherbergi sínu í ellefu daga eftir að konan hafði læst hann inni, komst lífs af með því að drekka sitt eigið þvag. Manninum, sem var bjargað úr prísundinni í gær, sagðist aðeins hafa haft smá matarbita og örlítið vatn fyrstu dagana. Þegar það var gengið til þurrðar hafi hann gripið til þess ráðs að væta kverkarnar með þvaginu, því annars hefði hann án nokkurs vafa látist í svefnherberginu.
Hrafnkell á leið til vinnu eftir atburðinn. Hann minnkaði um næstum 40 cm þegar hann þornaði upp í prísundinni.
posted by Doddi |
08:32
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
Er hann eitthvað að villast?
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Kökur, kók og jólaplata
Tíminn líður hratt á gervihnattaröld og Benni varð tveggja ára á sunnudaginn 13.nóv. Hann er að safna liði í hljómsveit og mun hún verða kynnt eftir áramótin og stefnan er að gera jólaplötu ársins 2006.
Nafnið á hljómsveitinni er heldur ekki ákveðið.
posted by Hrafnkell |
11:43