Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, febrúar 17, 2006  

Varúð Nördaefni!!!

Ég hef verið að fá kvartanir yfir því að síðan virki ekki sem skyldi í Mozilla Firefox og Opera vöfrunum.

Ég gerði smá lagfæringar og er búinn að prófa þetta í nýjasta Firefox og Operu og lítur þetta vel út.

Ég nenni ekki að gera þetta Netscape hæft þar sem það notar enginn Netscape lengur nema einn nörd sem heitir Doddi Dúddúfugl.

happy browsing!!

Kerfisstjórinn.

posted by Hilmar | 11:47


miðvikudagur, febrúar 15, 2006  

Reykingar eru hættulegar

Gríðarleg sprenging varð í flugeldaverksmiðju. Hún varð fljótt alelda, en sprakk að lokum öll í tætlur og gaus eins og eldfjall. Í kjölfarið fór fram rannsókn. Einn af fáum eftirlifendum var yfirheyrður og fenginn til að lýsa því sem hann hafði séð.

"Ókey Siggi." sagði rannsóknarmaðurinn, "Þú varst á staðnum. Hvað gerðist?"

"Sko, þetta var einhvernveginn svona. Kalli gamli var í púðurherberginu, og ég sá hann taka upp sígarettu og kveikja."

"Var hann að reykja í púðurherberginu?" sagði rannsóknarmaðurinn í losti, "Hve lengi hafði hann verið hjá fyrirtækinu?"

"Svona 20 ár eða svo"

"20 ár hjá fyrirtækinu, og svo fer hann og kveikir í sígarettu í púðurherberginu. Ég hefði haldið að það væri það síðasta sem hann myndi gera."

"Það var það."

posted by Doddi | 11:12
 

Klukk

4 störf sem ég hef unnið við um ævina:
Þjálfari
Afgreiðslustörf
Útkeyrsla
Bankastörf

4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Lord of the Rings (allar)
Life of Brian
Shawshawk Redemption
Zoolander

4 staðir sem ég hef búið á:
Fjarðarás
Perpignan, Frakkland
Burlington, Bandaríkjunum
Næfurás

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Rome
24
Simpsons
Friends


4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
New York
Barcelona
Kýpur
Montreal

4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
mbl.is
visir.is
fotbolti.net
b2.is

4 matarkyns sem ég held uppá:
Heavy special (American style)
Pizza
Svínahamborgarahryggur
kjúklingur


4 bækur sem ég les oft:
Pétur Kanína
Dýrin á bænum
Stubbarnir
Pósturinn Páll

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Madagaskar
Hawaii
Krít
Flórída


4 bloggarar sem ég klukka:
Sigurgeir, Renni, Hrund og Sigga súra

posted by Hrafnkell | 10:41


þriðjudagur, febrúar 14, 2006  

Klukkaður

Jæja, verður maður ekki að svara klukki. Tryggvi, Hilmar, you asked for it.

4 störf sem ég hef unnið við um æfina:
Moka skurði.
Öryggisvörður: Bösta þjófa og hjálpa gömlum öryrkjum.
Sölutík á bílaleigu.
Verkfræðingur og tölvukall hjá Veðurstofunni.
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur:
Conan the Barbarian.
Princess Bride.
Spaceballs the movie.
Star wars (allar sex).
4 staðir sem ég hef búið á:
Vesturbær.
Hraunbær.
Melbourne Flórída.
Heiðarás.
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Rome.
Threshold.
Most Haunted.
Gummibears.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Aðalvík.
Bahamaeyjar.
Finnland.
Austurrísku Alparnir (göngur).
4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg):
hugi.is
kvikmynd.is
visir.is
mbl.is
4 matarkyns sem ég held uppá:
Mömmumatur þegar ég kemst í hann.
American Style.
Boozt.
Heimalagaður ofnsteiktur kjúklingur.
4 bækur sem ég les oft:
Allt eftir Robert E. Howard.
Engines of Creation (nanótækni).
Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn.
Big Book of Tell Me Why.
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:
Í fullkomlega raunverulegum sýndarveruleika.
Sitjandi á flugmótorhjóli æðandi um Ísland þvert og endilangt á ógnarhraða.
Í Valhöll, í eylífum bardögum, slagsmálum og drykkju.
Á pöbb á góðu kvöldi með romm í hönd.
4 bloggarar sem ég klukka:
Er þetta ekki orðið gott af klukki?

posted by Doddi | 18:03
 

Jæja það eru tveir aðilar(Abba og Tryggvi) búnir að klukka okkur nördana og við skorumst ekki undan klukki!!!!

Ég skal byrja....

Fjögur störf sem ég hef unnið

Sláttuvélameistari í gamla portinu mínu upp í Árbæ

Bensíntittur hjá Skeljungi.

Forritari hjá Scio F8 í Danmörku

Forritari hjá IceConsult

Fjórar bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur

Princess Bride

Im gonna get you sucka!!

Lord of the Rings allar þrjár!!!

Star Wars allar sex!!!!

Fjórir staðir sem ég hef búið á

Hraunbær 88
Hraunbær 44
Hraunbær 172
Reykás 20
Næfurás 10
Næfurás 12
Hvassaleiti 44
Rauðarárstígur 32
Sporðagrunn 40
Rauðás 21
Skógarás 7

já sem sagt nokkrir staðir, flestir í árbænum...

Fjórir sjónvarspþættir sem mér líkar

CSI

Threshold

Lost

Silfur Egils

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum

Róm

Boston

Benidorm!!

og svo auðvitað Raufarhöfn!!!!

Fjórar síður sem ég skoða daglega (ekki bloggsíður)

Mbl.is

Fotbolti.net

Nba.com

Liverpoolfc.tv

Fjórar bækur sem ég les oft

Lord of the rings, hef lesið þær allar tvisvar sinnum

Englar og djöflar, fannst hún betri en Da Vinci lykillinn!!

Á það til að lesa Stephen King bækurnar mínar aftur og aftur

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna

Upp í kyndlinum á frelsisstyttunni

Þjóðvegi 66 á leið í gegnum bandaríkin

Syndandi í Coma vatni á Ítalíu

Raufarhöfn

Fjórir aðrir bloggarar sem ég skora á að taka þátt

Restin af nördunum....

posted by Hilmar | 16:36