Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


föstudagur, apríl 21, 2006  

Tölvuheift 2

Rage against the machine

Lent í því að þurfa að raða tökkunum aftur í lyklaborðið nýlega eftir að þú lamdir þá úr? Hérna eru nokkrar aðferðir sem geta aðstoðað við tölvuheift:

Stallone aðferðin: Hafa boxpúða við hliðina á tölvunni. Gott er að teygja út annað munnvikið og emja á meðan boxinu stendur.

Mín aðferð: Hrækja á skjáinn.

Iðnaðaraðferðin: Nota tölvuna sem múrbrjót.

Ferðaaðferðin: Draga tölvuna á eftir bílnum hringinn í kringum landið.

Office Base aðferðin: Taka útrás á tölvuna úti í garði. Ákjósanlegt barefli: Hafaboltakylfa, sleggja eða slaghamar. Gott er að botna ghetto-músík á meðan þessu stendur.

Línumanna-aðferðin: Tengja langan og frekar þykkan vír við rafmagnsinntak tölvunnar og krók í hinn endann. Stilla tölvunni upp fyrir neðan háspennumastur og sveifla síðan króknum upp í háspennuvírinn. Passa bara að hlaupa nógu andskoti langt í burtu eftir að króknum hefur verið sleppt!

Mafíu-aðferðin: Fylla tölvukassann af steinsteypu. Þegar hún hefur harðnað má til að mynda kasta tölvunni fram af Ölvusárbrú.

Frame-aðferðin: Fara á klám-, hakkara- og "how-to-make-explosives"-síður í svona 2-3 vikur eða þar til tölvan er orðin ónothæf. Koma henni þá fyrir hjá vini ykkar og tilkynna lögreglu um að eitthvað vafasamt sé í pokahorninu hjá honum.

Formúlu-aðferðin: Fara á Kvartmílubrautina í Hafnarfirði og fleygja tölvunni út um gluggann á 200 km hraða.

Ál-aðferðin: Fá sér vinnu hjá Alcoa og þegar enginn sér til þá henda tölvunni ofan í einn álketilinn.

Falsa vafasaman tölvupóst af ýmsum toga og koma tölvunni fyrir hjá Olíufélögunum.

Örugga aðferðin (til að eyðileggja tölvuna): Installa Windows 95.

Lausnin: Fá sér Linux.

posted by Doddi | 18:23
 

Gleðilegt sumar

Veðurspá

sumar og vetur frusu saman og því spái ég fyrir sól og 25-30 stiga hita í allt sumar. Sólarlandaferðir eru því ekki nauðsynlegar og því vil ég biðja þá sem vilja spara pening að afpanta allt svoleiðis.

posted by Hrafnkell | 13:57


þriðjudagur, apríl 18, 2006  

Nei nei nördabloggarar hafa verið í páskafríi......

Það er nú margt og mikið búið að gerast í páskafríinu ha er það ekki ha en það markverðasta er líklega...

Á miðvikudaginn hélt Tryggvanördið skemmtilegt partý sem endaði með skemmtilegri bæjarferð.

Á föstudaginn héldu hjónakornin Hrafnkell og Guðfinna alveg frábært matarboð þar sem borðað var á sig gat og spilað nýja buzzið á eftir. Það vakti mikla lukku þó ekki hafi allir skemmt sér jafnvel í því....

Á laugardaginn skelltum ég og Keli okkur í bíó á myndina Running Scared og verður að segjast eins og er að hún er mjög góð... eins og Lucky number Sleven sem við fórum á í seinustu viku. Sem sagt tvær myndir sem nördarnir mæla hiklaust með.

Í gær fórum ég og Reynir svo í bíltúr suður með sjó að sækja Öldu systur út á völl. Eftir það kíktum við niður í bæ í góða veðrinu og fengum okkur eina Chilli Cheese Dog á Austurvelli. Óhætt að mæla með þeim fyrir þá sem vilja alvöru bombu í magann.

En já svo er maður bara kominn í vinnuna en maður er farinn að finna fyrir smá sumarfíling þegar veðrið er svona eins og það er núna... annars er ég búinn að kaupa mér nýja digital myndavél þannig að það fer kannski eitthvað að gerast á þessari blessuðu myndasíðu aftur.. byrja á því að skella inn myndum frá matarboðinu á föstudaginn strax og ég get.

posted by Hilmar | 13:17
 

Tölvuheift

Rage against the machine

Það hafa líklega flestir tölvunotendur einhverntíman upplifað pirring út af ófyrirséðum tölvuvandamálum. Þekktustu dæmin eru kannski vandræði með hugbúnað á borð við sumar Windows útgáfurnar, Microsoft Word ritla, vafra og póstforrit af ýmsum gerðum. Hver þekkir ekki þessi fáránlegu "hjálpar"-tól sem gerðu manni oft lífið leitt í Microsoft Word, eins og t.d. að umbreyta skyndilega venjulegum tölum með bandstrikum í dagsetningu með mánaðarnöfnum, eða búa sjálfkrafa til númera-lista bara af því maður ýtti á enter þar sem tölustafur var fremstur í línunni? Að opna óvart vitlaust skjal getur verið ofboðslega pirrandi, tala nú ekki um ef tölvan þarf að keyra upp gríðastóran hugbúnað fyrir vikið.

Það getur líka verið fúl upplifun að vera að gera eitthvað mikilvægt sem kannski illa gengur og tölvan frýs skyndilega í tugi sekúndna, svo ég tali nú ekki um ef maður er að flýta sér.

Skelfilegustu tilvikin eru sennilega þegar vélin hrynur og maður hefur gleymt að vista jafnvel margra stunda vinnu. Ég vil þó meina að það séu byrjendamistök, en hafa verður í huga að allir eru byrjendur einhverntíman.

Ég fór á heimasíðu um daginn þar sem rætt var um þetta vandamál og þar voru nokkrar skemmtilegar frásagnir af tölvuheift:

Í janúar 2003 tilkynnti maður nokkur í Colorado um mjög alvarlegar heimiliserjur hjá nágrönnum sínum. Hann hafði séð mann ganga fram aftur um íbúðina sveiflandi skammbyssu í allar áttir, öskrandi setningar á borð við "AÐ HANN YRÐI AÐ DREPA HELVÍTIS TÍKINA". Sérsveitamenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum voru sendir á staðinn og kom þá í ljós að "helvítis tíkin" var ekki ólánsöm eiginkona heldur PC-tölvan hans. Niðurstaða málsins: Computer rage.

Tveimur mánuðum seinna í sama fylki kom maður inn á bar með ferðatölvu meðferðis. Hann lagði tölvuna á borð, tók upp skammbyssu og bað gesti um að halda fyrir eyrun. Þvínæst skaut hann þremur skotum í tölvuna. Hann var handtekinn fyrir uppátækið, en tölvan var hengd upp á vegg á barnum til minningar.

Þannig að næst þegar þið finnið fyrir tölvuheift, munið að þið eruð ekki ein.

Í næsta bloggi mun ég hins vegar koma með ráðleggingar sem munu e.t.v. hjálpa ykkur að ráða við tölvuheift þegar hún kann að skjóta upp kollinum.

posted by Doddi | 13:11
 

Eru bloggarar komnir í sumarfrí????

posted by Hrafnkell | 12:46