Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


miðvikudagur, júní 14, 2006  

Ferða ferða saga....

Jæja ætli maður verði ekki að skella inn smá samantekt á ferð okkar Dodda til Patreksfjarðar um helgina. Það er óhætt að segja að þetta hafi verið vel heppnuð ferð í alla staði og góðar líkur á því að maður kíki aftur að ári.

Lagt var af stað á tveimur bílum á föstudaginn. Ferðin tekur um 5-6 tíma en sá tími var frekar fljótur að líða þar sem mikið var að sjá á leiðinni og við höfðum góðan leiðsögumann í vestfjarðarvíkingnum honum Unna. Einnig skemmdi ekki fyrir að það var byrjað að sötra bjór fljótlega eftir Búðardal. Á endanum komum við til Patró þar sem við höfðum leigt raðhús fyrir allan skarann. Öllu draslinu var hent inn í hús og byrjað strax að gera sig kláran fyrir ball um kvöldið. Kíktum í eitt local partý áður þar sem Doddi hitti Jack Bower(Keither Sutherland) sjálfan við litlar undirtektir hjá Jack. Á ballinu var svo hljómsveitin Sólon að spila og kom hún á óvart þótt svo að söngvarinn hafi verið 300+ kíló. Það átti reyndar að taka aðeins í mig þar sem ég var í sakleysi mínu að dansa á dansgólfinu en það reddaðist á endanum enda eins gott því að það voru ansi margir 100+ kíló bolar þarna á ballinu. Ég fór aðeins á undan Dodda heim af ballinu og var sofnaður þegar hann loksins kom. Ég vaknaði við það að hann stóð rennblautur hliðin á mér að reyna að troða sér í svefnpokann. Hann hafði þá oltið út litla á sem var á milli raðhússins og félagsheimilisins þegar hann ætlaði að stytta sér leið með því að stökkva yfir hana. Tímasparnaðurinn við það væri líklega svona um 1 mínúta og 10 sek en þessi virði að reyna það kannski.

Á Laugardeginum var vaknað og skellt sér í sund á Tálknafirði. Það var frekar hressandi þar sem nokkrir voru súrir eftir kvöldið áður. Um kvöldið voru svo útitónleikar þar sem var hálfgerð útihátíðarstemmning og mjög gaman af því. Mikil stemmning greinilega í bænum þessa helgi. Kíktum í bíóhús Patreksfirðinga og kom það mjög á óvart hversu glæsilegt það var fyrir svona lítið pláss. Að lokum var svo endað á balli númer 2 í félagsheimilinu og var það enn skemmtilegra en fyrra ballið. Doddi og Fanney systir enduðu í eftirpartý með hljómsveitunum sem höfðu spilað fyrr um kvöldið og voru komin heim um átta leytið. Höfðu þar með meira úthald en atvinnudjammarinn ég sem entist bara til fimm.

Á sjálfum sjómannadeginum var vaknað og farið niður að höfn til þess að fylgjast með þyrlunni bjarga mönnum úr sjó. Eftir það voru ýmis skemmtiatriði sem voru nokkuð fyndin þó svo að maður þekkti ekki marga af þeim sem tóku þar þátt. Við brunuðum síðan út á Látrabjarg þar sem við hlupum um allt bjargið í roki og rigningu. Mjög gaman að koma þarna samt sem áður. Um kvöldið var svo sjálft sjómannadagsballið með Í svörtum fötum í fararbroddi. Þetta ball sló hin tvö út og var skemmt sér fram eftir nóttu.

Úff á mánudeginum var svo haldið heim eftir frábæra helgi og má segja að þetta hafi verið mjög góð upphitun fyrir Benidorm ferðina sem brestur á núna í næstu viku!!!

Býst ekki við því að nokkur hafi nennt að lesa svona langt en fyrir þá fáu sem það hafa gert bið ég ykkur vel að lifa.....

p.s skelli inn myndum á næstunni..

posted by Hilmar | 15:42


þriðjudagur, júní 13, 2006  

Patró

Fer að koma að ferðasögu frá Patró???? Heyrst hefur að það vanti fleiri brýr yfir lækinn........

Keli out

posted by Hrafnkell | 09:22