Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, júní 22, 2006  

Hvalveiðar á ný?

"Hvað heldur þú? Er nauðsynlegt að skjóta þá?"

Ég segi nei. Ég nefni fimm ástæður, með meðfylgjandi rökum:

1. Hver á að kaupa kjötið?

- Það er óhugsandi að ríki sem banna hvalveiðar muni kaupa frá okkur hvalkjöt.
- Norðmenn hafa mettað sinn innanlandsmarkað og munu því ekki kaupa frá okkur.
- Færeyjingar sömuleiðis.
- Japanir sömuleiðis.
- Við þurfum að farga mörgum tonnum af hvalkjöti á ári hverju sem núna veiðist í vísindaveiðum, því innanlandsmarkaðurinn er mettaður.
- Það er því ljóst að hvalur sem veiddur yrði í stórum stíl hér við land yrði annað hvort fargað eða seldur til þróunarlanda á niðursprengdu verði.

2. Þvert á móti því sem hvalveiðimenn segja, þá er ekkert sem bendir til þess að hvalur sé orsakavaldur þess að fiskistofnar séu að minnka hér við land.

- Stór hluti hvala hér við land eru átuhvalir, þ.e. þeir éta ekki fisk heldur svif. Svifi hefur ekki fækkað svo ég viti.
- Tannhvalur, einmitt sá sem étur fisk, hefur aldrei verið veiddur hér að ráði.
- Hvalir hafa lifað í sjónum í tugþúsundir ára og fiskistofnar hafa verið sterkir samhliða þeim.
- Greinilegt er að hrun fiskistofna, svosem loðnu, er af mannavöldum, hvort sem það er vegna veiða eða loftslagsbreytinga.
- Lundi og annar sjávarfugl étur meira af sandsílum og loðnu heldur en tannhvalir samanlagt. Á ekki bara að fækka þeim þá í staðinn?

3. Hvalir eru greind spendýr sem óæskilegt er að drepa með villimannslegum hætti.

- Rannsóknir benda til að hvalir hafi sjálfsvitund.
- Þessar skepnur geta fundið fyrir miklum missi og sársauka sé náinn ættingi drepinn.
- Hvalir halda fjölskyldur. Þetta er staðreynd sem allir ættu að þekkja sem einhverntíman hafa horft á dýralífsþætti.
- Veiðiaðferðin er villimannsleg. Hvalur sem skotinn er með með skutli upplifir álíka sársauka og maður sem skotinn er og særður með sprengikúlu (hollowpoint).
- Hvalir ráðast næstum aldrei á menn. Þeir eru þó hættulegir í návígi vegna stærðar sinnar, nokkuð sem þeir geta ekki að gert.

4. Hvalaskoðun er vaxandi atvinnugrein.

- Hún er friðsamleg, göfug, og meira sæmandi en dráp á hvölum.
- Hvalveiðar og hvalaskoðun, móralslega séð, geta ekki átt samleið.

5. Hvalveiðar geta skaðað aðrar útflutningsgreinar vegna almenningsálits í útlöndum.

- Viljið þið að vörur okkar verði sniðgengnar vegna reiði sem mun orsakast af hugsanlegum hvalveiðum Íslendinga?


Nú eru í gangi viðræður um að taka eigi jafnvel upp hvalveiðar aftur. Aflífum þessa hugmynd strax í fæðingu! Segjum NEI!

posted by Doddi | 12:54


miðvikudagur, júní 21, 2006  

Gaussian gun

Hér er meira nördakonfekt fyrir ykkur góðir gestir!

Gaussian gun

posted by Doddi | 17:01


þriðjudagur, júní 20, 2006  

Úgg

Jæja nú eru Reynir og Rósey komin út og styttist nú óðum í að Himminn fari út líka. Við skulum bara vona að R&R muni eftir að pikka hann upp á flugvellinum þegar að því kemur.

En að öðru. Mér finnst þessi síða okkar ekki hafa staðið undir nafni sínu upp á síðkastið, því allt of lítið af nördaefni hefur komið hér inn. Hér er tilraun til að bæta úr því. Kíkið á þetta fróðlega og skemmtilega myndband:

(Varúð! Nördaefni!)

Lenzs law

Over and out,
Doddi

posted by Doddi | 17:26