Í gær voru 11 ár síðan við Guðfinna hittumst á "sveitaballi" í Stúdentakjallaranum í snargeðveiku veðri, mig minnir að þetta hafi verið kvöldið við Þórólfur frændi máluðum skúrinn hvítan en ekki bæinn rauðan. En hér erum við enn saman í góðum fíling og ástin blómstar sem aldrei fyrr. Kann ég henni Guðfinnu minni bestu þakkir fyrir að þola mig í öll þessi ár ;-)
Í tilefni dagsins fórum við út að borða og skelltum okkur á Mýrina og óhætt er hægt að mæla með frábærri mynd, vel gerð í alla staði gæti ég trúað að þetta sé ein af bestu ef ekki sú besta íslenska mynd sem ég hef séð.