fimmtudagur, febrúar 15, 2007
Hej Hej alle sammen!!
Takk fyrir síðast þeir sem lögðu leið sína í Búlandið seinasta laugardagskvöld!!
Vildi nú bara láta vita að það gekk allt vel á leiðinni út!
Íbúðin stóð alveg undir væntingum(sem voru reyndar ekki miklar :) og erum við í óðaönn að koma okkur fyrir. Ekki mikið sem hægt er að koma fyrir reyndar þar sem búslóðin kemur ekki fyrr en þann 27. feb í fyrsta lagi. En við fengum sem betur fer þessa fínu bedda sem við getum legið á þangað til og svona það helsta í eldhúsið. Ætlum að kíkja um helgina og versla okkur eitthvað í stofuna og jafnvel fjárfesta í þarfasta þjóni heimilisins, þ.e. sjónvarpi :)
Fáum afnot af bíl fyrstu tvær vikurnar þannig að það er um að gera að notfæra sér það eins mikið og maður getur. Erum búin að rúnta aðeins um borgina til þess að reyna að kynnast bestu leiðunum og gekk það alveg ágætlega, enduðum allaveganna á réttum stað.
Svo er það bara fyrsti dagurinn í vinnunni á mánudaginn sem ætti að verða gaman. En við látum heyra í okkur annað slagið, ef ekki bara til þess að reyna að halda þessu bloggi okkar nördanna lifandi!!
Koma svo strákar, bloggum þetta í drasl!!
danske danske hilsener!! Hilmar og Ebba
posted by Hilmar |
17:32