Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, mars 29, 2007  

Ellismellir

Þrír aldraðir menn sátu á bekk í garðinum fyrir utan elliheimilið.
Sá níræði dregur djúpt andann og segir: Mér líður eins og sextugum manni.
Sá nítíu og fimm gerir slíkt hið sama og segir. Ummm. Mér líður eins og ég sé fimmtugur.
Sá hundrað ára dregur andann langt og djúpt og segir eftir dálitla stund: Mér líður eins og ég sé nýfæddur.
Sköllóttur, tannlaus og búinn að skíta á mig.......

posted by Doddi | 11:04


miðvikudagur, mars 28, 2007  

Tæknin nú til dags....

Þetta er nokkuð mögnuð síða þar sem hægt er að staðsetja GSM-síma hvar sem er í heiminum:


You can use this site to find out where anyone is by entering their mobile number.
Put the first 4 digits in the first box and then the rest in the second box.
Log on to http://www.sat-gps-locate.com

posted by Hrafnkell | 16:19


þriðjudagur, mars 27, 2007  

Brandari dagsins

Drukkinn maður gengur inn á bar þar sem mótorhjólagengi heldur til, sest við barinn og pantar sjúss. Hann lítur í kring um sig og sér þrjá mótorhjólatöffara sitjandi við borð. Hann stendur upp, staulast að borðinu, hallar sér fram, horfist í augu við stærsta, illvígasta mótorhjólatöffarann og segir: "Ég kom við hjá ömmu þinni í dag og ég sá hana á ganginum kviknakta. Maður minn, hún er stykki sem stingandi er í!" Mótorhjólatöffarinn horfir á hann og segir ekki orð. Félagar hans eru undrandi, því hann er hörkunagli og er vanur, að efna til slagsmála út af litlu tilefni. Sá fulli hallar sér yfir borðið aftur og segir: "Ég fékk það hjá ömmu þinni og hún er góð í rúminu, sú besta sem ég hef nokkurn tíma prófað!" Félagar mótorhjólatöffarans eru að verða alveg brjálaðir úr reiði, en mótorhjólatöffarinn segir ekki orð. Sá fulli hallar sér yfir borðið einu sinni enn og segir, "Ég skal segja þér svolítið annað, drengur minn, ömmu þinni fannst það helvíti gott!" Þá stendur mótorhjólatöffarinn upp, tekur um axlirnar á þeim fulla, Horfir í augun á honum og segir........... "Afi,....... Farðu heim, þú ert fullur

posted by Hrafnkell | 13:52