Ég ætlaði alltaf að setja myndir af áramótaskipinu á netið, en kom því aldrei í verk.
Vopnabúr: 4 öflugar loftvarnabyssur (tívolíbombur) 1 loftvarnamarghleypa (vítisterta) 1 Eldvarpa (njálsbrenna) 3 Risaeldflaugar (Stórar rakettur) 1 Stór eldflaug (kúluraketta) 20 Kamikaze flugvélar 6 15 mm fallbyssur (kúlublys) 30 Hríðskotabyssur (skriðdrekar og bunch af magic whips)
Því miður þá mistókst vídeóupptakan af bardaganum. Ég mæli ekki með að menn leiki þetta eftir... ég fékk algert shjokk þegar þetta fór af stað og ég rak alla bak við hús.
En hérna er sköpunarverkið nú loks til sýnis:
Krakkarnir skemmtu sér við að mála (enda var þetta að sjálfsögðu allt fyrir krakkana!!! Honest!)
sunnudagur, apríl 01, 2007
Kattasýning Við Heiða Björg fórum á kattasýningu á dögunum, þar sem yfir 100 kettir af ýmsum toga voru til sýnis. Hérna eru nokkrar myndir:
Nóg var af sýningagripunum.
Þessi Persi er eitthvað hissa.
Köttur eða Gremlin??
Þessi köttur, sá stærsti á sýningunni, vegur 13 kg var okkur sagt. Hann var frekar hlédrægur og því sást hann ekki mjög vel.
Sérstök tegund sem ég man ekki hvað heitir.
posted by Doddi |
15:42