Hefurðu litið í spegilinn nýlega? Hefurðu áhyggjur af hrukkum? Eru andlitsdrættirnir farnir að slappast aðeins of mikið en lýtaraðgerð ekki alveg fyrir þig? Hafðu ekki áhyggjur því svarið við vandamálum þínum gæti verið komið. Þetta æfingatæki er hannað til þess að tóna andlitið á áhrifaríkari hátt heldur en með gömlu góðu andlitsæfingunum. Til að nota apparatið, strappaðu því á þig og kreistu pumpuna nokkrum sinnum.
Uppblásanlegt vínilsefnið mun þá þrýstast að andlitinu sem gerir svipbrigði mun erfiðari. En engar áhyggjur, meiri mótstaða þýðir styttri æfingatími. Að auki fylgir kaloríuteljari og skeiðklukka með. Til dæmis má nota grímuna þegar maður borðar hádegisverð. Tvær flugur í einu höggi og vinnufélagarnir myndu líka skemmta sér vel.
Gáta
Veit einhver hvað þetta er?
(myndir teknar af totallyabsurd.com)
posted by Doddi |
10:23
fimmtudagur, apríl 12, 2007
Uppfinningar
Ég fann heimasíðu sem er með óvenjuleg og furðuleg einkaleyfi til sýnis. Þessi einkaleyfi eru semsagt til og myndirnar sem fylgja eru raunverulegar myndir sem fylgja einkaleyfunum.
Hér er ein svona til upphitunar:
Wild West Mouse Trap
Rottur eru yfirleitt ekki mjög vinsælar. Jújú, einhverjum sem eiga þær sem gæludýr þykir kannski vænt um þær, en þú getur veðjað á það að það þótti Wyatt Earp ekki.
Þessi uppfinning á að losa mann við nagdýr af ýmsum toga, en uppfinningamaðurinn segir: "Þessa uppfinningu má líka nota í tengslum við hurð eða glugga, til að drepa persónu sem opnar hurðina eða gluggann sem tækið er fest við."
Vá, villta vestrið er sennilega enn villtara en við héldum.
(Mynd fengin á totallyabsurd.com)
posted by Doddi |
12:13