Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


þriðjudagur, maí 15, 2007  

Nördafréttir - Graðnaglar gripnir í hjálpartækjaverslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Reyni Jóhannesson sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Maðurinn var gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum.

Aðfaranætur laugardags og sunnudags var svo brotist inn í verslunina og söknuðu eigendur hennar meðal annars svokallaðs stinningartækis fyrir karlmenn. Þegar myndir úr öryggismyndavél voru skoðaðar lék lítill vafi á því að Hrafnkell. H. Helgason hefði verið þar á ferð í bæði skiptin og var hann handtekinn þegar hann kom í búðina aftur í gær, í fjórða skiptið á fjórum dögum. Lögregla segir engar skýringar hafa fengist á þessu hátterni mannsins.

Talið er að þessir menn hafi látið greipar sópa áður í öðrum löndum, meðal annars í Danmörku, nánar tiltekið á Istegade í Kaupmannahöfn, þar sem þeir stálu í samstarfi við Hilmar Steinþórsson hjálpartækjum kynlífsins að andvirði hundrað og átta tíu þúsund danskra króna um þarsíðustu helgi. Fundust þessi tól og tæki á felustað í miðbæ Reykjavíkur eftir að lögreglan komst á snoðir um hann, þökk sé uppljóstrurum í dulargervi sem fengu upplýsingar upp úr nokkrum af mestu öfug-uggum í undirheimum Reykjavíkur. Voru mörg tækjanna verulega illa útleikin þegar þau fundust og aðkoman að sögn lögreglu hrikaleg. Tveir lögregluþjónar eru ennþá í áfallahjálp eftir atburði síðastliðinna daga. Eiturefnadeild lögreglunnar vinnur nú að hreinsun, en verkið vinnst seint vegna þess andlega álags sem starsmennirnir eru undir.

posted by Doddi | 16:54


mánudagur, maí 14, 2007  

Skrýtnar reglur

Ég skil ekki hvers vegna þessir stóru flokkar sem fá ríkisstyrki þurfi einhverja sérstaka vörn gegn litlu flokkunum. Það er nýtilkomin regla að þurfa að fá 5% til þess að ná inn mönnum. Samkvæmt niðurstöðunum hefði Íslandshreyfingin átt að fá inn tvo þingmenn, en þessi regla hindrar það. Í staðinn er um sex þúsund atkvæðum sturtað í klósettið. Að sama skapi fær Sjálfstæðisflokkurinn fleiri þingmenn en hlutfallið segir til um. Ef þessi regla væri ekki þá væri stjórnin fallin.

Sem dæmi þá eru í kringum 2500 atkvæði á bak við hvern mann sem Frjálslyndir ná inn. Það eru um það bil 1600 atkvæði á bak við hvern Sjálfstæðismann sem kemst inn. Er þetta eðlilegt? Það finnst mér ekki.

Ég held það þurfi að taka þetta kosningakerfi til endurskoðunar.

Ég náði reyndar ekki að fylgjast með neinu á kosningarnótt, þar sem ég engdist af kvöl út af tannrótarsýkingu. Nóttin var hrein vist í helvíti.

posted by Doddi | 13:48