Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


miðvikudagur, maí 23, 2007  

Marta Grænlandsfari

Mig langar að vekja athygli á magnaðri konu sem tengist fjölskyldu minni. Hún Marta Guðmundsdóttir, systir mágs míns, tekst núna á við ekki minna verkefni en að ganga yfir Grænlandsjökul. Marta greindist með brjóstakrabbamein í október 2005 og gekkst undir uppskurð ásamt lyfja- og geislameðferð í kjölfarið sem lauk í júní 2006. Meðan á því ferli stóð reyndi hún að setja sér ýmis markmið til að ná fyrri heilsu að meðferð lokinni.

Marta setti markið hátt og ákvað í samráði við Krabbameinsfélag Íslands að stefna á það stóra verkefni að fara á gönguskíðum yfir Grænlandsjökul. Allt frá því að krabbameinsmeðferðinni lauk hefur Marta byggt sig upp, þjálfað og undirbúið með þetta markmið í huga og nú er hún loks lögð af stað, tæpu ári síðar.

Ég hvet ykkur að kíkja á síðuna hennar martag.blog.is og fylgjast með þessari kjarnmiklu konu í ferð sinni yfir jökulinn. Ég vil einnig benda á að þar er hægt að kaupa póstkort til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini.

posted by Doddi | 12:30