Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


sunnudagur, maí 27, 2007  

Nýjir vinir Mörtu?



Hér er ein mynd úr Grænlandsför Mörtu. Eins og þið sjáið þá eru þessir hundar engin smálömb. Grænlandshundategundin er sú sem er mest skyld úlfum. Þeirra tilvera er ekkert stofulíf heldur miskunnarlaus kuldi og púl, því grænlenskir hundar eru vinnuþjarkar að upplagi. Þeir eru langt frá því að vera gæludýr þó hægt sé að venja þá sem slíka. Á Grænlandi eru þeir fyrst og fremst notaðir til að draga sleða fyrir veiðimenn og einnig fyrir ferðamenn í leiðöngrum. Hundarnir eru geysilega harðgerðir og frumstæðir með einfaldar þarfir sem snúast um mat, vinnu, pörun, slagsmál og hvíld.

Það er sko engin elsku mamma í svona leiðöngrum. Hefðbundnir dagar hafa breyst í líkamlegan þrældóm. Það tekur fyrstu 7-10 dagana að venja sig við þessar nýju aðstæður og strit daginn út og inn.

Áfram Marta!

martag.blog.is

posted by Doddi | 12:28


miðvikudagur, maí 23, 2007  

Marta Grænlandsfari

Mig langar að vekja athygli á magnaðri konu sem tengist fjölskyldu minni. Hún Marta Guðmundsdóttir, systir mágs míns, tekst núna á við ekki minna verkefni en að ganga yfir Grænlandsjökul. Marta greindist með brjóstakrabbamein í október 2005 og gekkst undir uppskurð ásamt lyfja- og geislameðferð í kjölfarið sem lauk í júní 2006. Meðan á því ferli stóð reyndi hún að setja sér ýmis markmið til að ná fyrri heilsu að meðferð lokinni.

Marta setti markið hátt og ákvað í samráði við Krabbameinsfélag Íslands að stefna á það stóra verkefni að fara á gönguskíðum yfir Grænlandsjökul. Allt frá því að krabbameinsmeðferðinni lauk hefur Marta byggt sig upp, þjálfað og undirbúið með þetta markmið í huga og nú er hún loks lögð af stað, tæpu ári síðar.

Ég hvet ykkur að kíkja á síðuna hennar martag.blog.is og fylgjast með þessari kjarnmiklu konu í ferð sinni yfir jökulinn. Ég vil einnig benda á að þar er hægt að kaupa póstkort til styrktar rannsókna á brjóstakrabbameini.

posted by Doddi | 12:30