Var bara nokkuð öflug, fórum í síðbúið þrítugsafmæli hjá Rúnka á föstudeginum og ég er ekki frá því að ég hafi séð hárið grána hjá honum þetta kvöld. Góðar veitingar í drykkjar- og matarformi og þegar fólk var komið í ágætisgír var tekið í Singstar. Eins leiðinlegt og mér finnst í þá endaði ég með að taka tvö lög með Doddaling, Ring of Fire með Johnny Cash og Paranoid með Black Sabbath. Doddi sagðist vera búinn að syngja þetta lag 10 þúsund sinnum og var ekki ánægður með útsetninguna á laginu, "LAGIÐ ER EKKI SVONA". Hins vegar heyrði ég hans útgáfu af Spice girls lagi og það var ekki eins og það á að vera þannig að ég veit ekki hvort hægt sé að taka mark á honum.
Eftir að hafa rúllað honum upp í Paranoid laginu var tími til að halda heim því Latabæjarmaraþonið var á dagskrá daginn eftir. Það "hlaup" var nú ekkert sérstakt þar sem fólk labbaði helminginn af leiðinni og hinn helmingurinn fór í að bíða í röð. En náð var í verðlaunin og kíkt á Latabæjarsýningu. Eftir hana var labbað niður í bæ og skoðað hvað væri í gangi og síðan var endað með að fara út að borða um kvöldið og síðan haldið heim enda flestir orðnir þreyttir eftir langan dag.
Liverpool-Chelsea var efst á listanum á sunnudeginum og endaði hann 1-1 með skandalsvítaspyrnu sem Chelsea fékk á silfurfati. Dómarinn skeit gjörsamlega upp á bak og er örugglega ennþá að reyna spúla af sér skítinn sem er rétt fyrir neðan háls.