Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, september 20, 2007  

Vikan.





Fyrst ætla ég að byrja á hrósa pabba fyrir að vera snillingur. Ég vildi óska að ég væri jafnhandlaginn og með jafnmikið verksvit og hann. Ég myndi alveg sætta mig við 10% af því. Alveg sama hvað það er þá er hægt að leita til hans og fá lausn. Núna í vikunni þá var bílavesen, og jú hver reddaði þessu eins og oft áður annar en pabbi. Two thumbs up for dad!!!!!!!!!!!!!
Steggjaði hann Vigga á fimmtudaginn , skrítinn tími til að steggja en þegar helgarnar eru uppbókaðar hjá steggnum þá verður að gera þetta svona. Slatti af strákum mættir og allir í gír..........ennþá. Hljómsveitarrúta var leigð sem keyrði okkur um bæinn. Á Fjöruborðinu var nóg af túristum og auðvitað okkur líklega u.þ.b 15 stákar. Eftir svona tvo humra þá var ég eitthvað skrítinn og leið skringilega, og í stuttu máli þá endaði ég með að fara þrisvar á klóið og æla, þar á meðal "Ofurborgara Viktors" sem ég fékk mér þegar ég borðaði með Dodda í hádeginu. Doddi manstu....ekkert smáflikki :-) Mér fannst þetta mjög skrítið af því að ég var ekkert búinn að fá mér mikið af drekka, steggjunun byrjaði svona 17:30 og þetta var um áttaleytið sem ég byrjaði að æla eins og múkki. En hvað um það, þá leið mér ekki vel og komst aldrei í neitt stuð. Fékk því að hoppa út á leiðinni í bæinn þar sem þeir fóru að skemmta sér niður í bæ og ég fór heim að æla meira (sem er skemmtun útaf fyrir sig).
Það kom á daginn að ég var orðinn veikur, kominn með hita og svona og lá þannig alla helgina, eða þar til á þriðjudaginn þegar ég mætti loks til vinnu en var þó ennþá hálfslappur enda lítið sem ekkert búinn að éta í 4 daga. Sem sagt helgin fór fyrir lítið, meirihlutinn fór í sjónvarpsgláp upp í rúmi.



Talandi um sjónvarpsgláp, þá var Spaugstofan að byrja aftur eftir sumarfrí og það var kannski aðeins meiri spenna í kringum þennan þátt vegna Randversmálsins. Mér persónulega finnst Randver slakastur af þeim félögum sem les undantekningalítið upp af einhverju blaði sem er plantað við hliðina í kamerunni og því kom mér þessi ákvörðun um að reka hann í rauninni ekkert á óvart. Gestaleikarar verða fengnir í hvern þátt og fannst mér þessi tilraun takast vel upp, og hló maður meira að segja nokkrum sinnum upphátt sem hefur ekki alltaf verið raunin. Vonandi verður bara framhald á þessu og þeir haldist "ferskir" fram á næsta vor.





Nokkrar fréttir stóðu upp, þessi hér sem sýnir að sumt fólk er ekki alveg heilt í hausnum, meira að segja Doddi myndi ekki detta þetta í hug.

Og síðan þessi hér sem kom upp í dag, hinn sjálfskipaði "The Special One" er hættur með Chelsea. Oft hef ég verið sjóðandi bandbrjálaður yfir stælunum í honum, ummælum og öðru rugli sem frá honum kemur en ég verð þó að viðurkenna að deildin hefur misst mjög litríkan karakter og oft var ekki annað hægt en að hlæja að honum.

Komið gott í bili.

Keli out

posted by Hrafnkell | 16:13