Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


fimmtudagur, september 27, 2007  

Smá nördagáta

Hvað er hér á seyði? Þetta tengist nokkru sem gerðist í dag. Þetta eiga allir nördar að vita.



3. okt kominn og engin ágiskun! Hér er þá svarið:

Þann 27. sept var geimflaug send af stað sem á að kanna loftsteinabeltin tvö sem eru á braut um sólu næst utan við braut Mars. Þetta sýnir leiðina sem geimskipið fer. Eins og greinilega má sjá mun það fyrst fara að Mars og fá sveiflu þaðan yfir að smáhnettinum Vesta. Þangað mun það koma árið 2011. Það mun hringsóla um Vesta í nokkra mánuði og fara síðan að smáplánetunni Ceres, og mun vera komið þangað árið 2015 (þegar við nördar verðum orðnir 38 ára, ehemm).



Að því loknu mun vírus eftir mig ná stjórn á geimskipinu, snúa því aftur til baka og andefnasprengja um borð mun eyða jörðinni árið 2020.

Hér er mynd af Ceres. Þar mun ég hefja nýtt líf árið 2020, þar sem ég verð eini karlmaðurinn í hafi glæsikvenna:

posted by Doddi | 13:58


sunnudagur, september 23, 2007  

Ja ja danske danske statusreport...

Jæja.. langt síðan maður hefur sett eitthvað hingað inn!!

Af okkur danskerne er allt fínt að frétta. Samstarfsfélagarnir frá Íslandi hafa verið hérna úti þessa vikuna í hinni árlegu haustferð þannig að það er búið að vera mikið um að vera. Þau fara hins vegar heim í dag þannig að á morgun tekur við venjulegur vinnudagur... sem er ágætt.

Næsta föstudag flytjum við svo í nýja íbúð sem er nær vinnunni auk þess að vera um tvöfalt stærri en sú sem við erum í núna. Það verður þvílíkur munur að geta hjólað í vinnunni í stað þess að hanga í lest í 40 mín á hverjum degi.

Eftir flutningana ætlum við svo að taka okkur langþráð sumarfrí.. eða ætti maður kannski að segja haustfrí. Við ákváðum að vera góð við okkur og erum búin að panta vikuferð til Alanya á Tyrklandi.. réttara sagt hingað. Þetta verður svaka flott "All Inclusive" ferð þar sem allar máltíðir og drykkir eru innifaldir auk helling af annars konar þjónustu meðal annars nuddi. Ef að það dugar ekki til þess að afstressa mann þá mun ekkert gera það :)

Svo stefnir allt í það að ég kíki heim 15.okt í vinnuerindum og verði í tvo daga þannig að það væri gaman að reyna að hitta sem flesta.. gætum kannski tekið nördakvöldmáltíð saman!! Ha hvernig líst nördum á það?

Annars vona ég að allir hafi það gott og séu við góða heilsu!! Hlakka til að sjá ykkur..... en þangað til segi ég bæbræbæræbæræbærbærbrbærbæræbærbærbææbærbær!!!

posted by Hilmar | 16:09