Nördarnir
Enginn hreinn sveinn.... og einn giftur...
Nördarnir í action
Vinir Nördanna
Óvinur Nördanna
Nördabörn
Nördamyndir
Gestabok
Eldra rugl


þriðjudagur, nóvember 20, 2007  

Skemmtileg Vefþula

það er hægt að láta þessa segja hvað sem er.....mjög hressandi afþreying.

Keli out

posted by Hrafnkell | 14:02


mánudagur, nóvember 19, 2007  

Illræmt lögregluveldi?

Ég hef áhyggjur af því að lögreglan sé að spá í að fara að nota rafbyssur hér á landi. Fyrir stuttu var útlendingur drepinn með rafbyssu á flugvelli í Kanada og ég frétti það núna áðan að ungur maður í USA hefði verið drepinn með samskonar tæki í nótt. Frá 2001 hafa 150 manns látið lífið af völdum rafbyssna í USA. Ég hef séð óhugguleg video á Youtube þar sem lögreglan notar þessi vopn af mikilli grimmd, t.d. á konu sem liggur á jörðinni með 3-4 lögreglumenn stumrandi yfir sér. Þeir hefðu alveg getað handtekið hana á venjulegan hátt.

Ég er ekki að segja að okkar lögreglumenn muni sýna slíka hörku, en hvar eru mörkin á því hvort það eigi að nota svona vopn eða ekki og hverjir eru færir um að dæma um það?

Ég er viss um að þessi hefur líka sömu skoðun og ég.

posted by Doddi | 12:57